Óbreytt áform um Hörpuhótel

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Richard L. Friedman, forstjóri Carpenter & …
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Richard L. Friedman, forstjóri Carpenter & Company, við líkan af Austurhöfn. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Áform um fjármögnun hótelsins við Hörpu eru óbreytt. „Við látum öðrum eftir pólitísk úrlausnarefni, hvort heldur er á Íslandi eða á alþjóðlegum vettvangi. Sjálfur hef ég fulla trú á umburðarlyndi Íslendinga og virðingu þeirra fyrir öllu fólki,“ segir Richard L. Friedman, forsvarsmaður fjárfesta í Edition Hotel Project, í yfirlýsingu.

DV greindi frá því í dag að fjárfestarnir hefðu greint borgaryfirvöldum frá því framkvæmdin væri í uppnámi vegna samþykktar Reykjavíkurborgar um sniðgöngu á ísraelskum vörum.

„Mér hefur sjálfum verið vel tekið á Íslandi. Sömu sögu er að segja af því verkefni sem ég fer fyrir, hvort heldur er á meðal almennings eða innan borgarstjórnar Reykjavíkur,“ segir Friedman. „Við erum áfram mjög spennt fyrir fyrirhugaðri hóteluppbyggingu og þeim áhrifum sem hún mun hafa á íslenska ferðaþjónustu, efnahag landsins og ásýnd borgarinnar.“

Líkt og fram hefur komið verður hótelið rekið undir merkjum Marritt Edition en heild­ar­fjárfest­ing­in nem­ur um 130 millj­ón­um doll­ara, eða um 17 millj­örðum ís­lenskra króna.

Banda­ríska Carpenter & Comp­any á bygg­inga­rétt­inn og mun fjár­magna fram­kvæmd­ina ásamt Eggerti Dag­bjarts­syni, sem er minni­hluta­eig­andi í Carpenter. Gerður hef­ur verið samn­ing­ur til fimm­tíu ára við Marriott Ed­iti­on sem mun al­farið sjá um rekst­ur­inn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK