Már svarar InDefence

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. mbl.is/Golli

Már Guðmundsson seðlabankastjóri svaraði í dag bréfi InDefence-hópsins sem barst Seðlabanka Íslands í síðustu viku en þar óskaði hópurinn eftir birtingu stöðuleikaskilyrðanna auk þess sem óskað var skýringa á því hvernig þau jafngildi stöðuleikaskattinum með hliðsjón af greiðslu­jöfnuði þjóðar­inn­ar.

Már segir kjarna stöðuleikaskilyrðanna byggja á yfirlýsingu SÍ frá 8. júní sl.  Þar kemur fram að við mat á hugsanlegum undanþágum vegna nauðasamninga muni bankinn horfa til þess að:

  1. Gerðar verði ráðstafanir sem dragi nægilega úr neikvæðum áhrifum af útgreiðslum andvirðis eigna í íslenskum krónum.

  2. Að öðrum innlendum eignum fallinna fjármálafyrirtækja í erlendum gjaldeyri verði breytt í langtímafjármögnun að því marki sem þörf krefur

  3. Að tryggt verði, í þeim tilvikum sem það á við, að lánafyrirgreiðsla stjórnvalda í erlendum gjaldeyri sem veitt var nýju bönkunum í kjölfar hruns á fjármálamarkaði verði endurgreidd.

Már segir að unnið sé að því að heimfæra þessi skilyrði upp á þá aðila sem falla undir stöðugleikaskatt og hyggjast fara leið undanþágu á grundvelli nauðsamnings.

Ekki sé hægt á þessu stigi hægt að birta niðurstöðu þeirrar vinnu. Þá segir hann rétt að benda á að undanþágur stóru búanna þriggja verða ekki veittar nema að undangengu samráði við fjármála- og efnahagsráðherra og kynningu hans á þeim fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis.

„Seðlabankinn mun styðja það að sú niðurstaða verði kynnt opinberlega ásamt mati á áhrifum á greiðslujöfnuð og fjármálastöðugleika,“ skrifar Már.

Tekjuöflun ekki markmiðið

Hvað jafngildi stöðuleikaskattsins- og skilyrðanna segir Már að mikilvægt sé að hafa í huga að markmið stöðugleikaskattsins sé ekki að afla ríkissjóði tekna heldur að koma í veg fyrir óstöðugleika í gengis- og peningamálum og fjármálaóstöðugleika við slit föllnu bankanna.

Hann bendir á að skatturinn geti t.d. raskað fjármálastöðugleika vegna áhrifa á lausafjárstöðu fjármálafyrirtækja sem hægt er að bregðast betur við í nauðasamningum á grundvelli stöðugleikaskilyrða. Þá feli skattaleiðin í sér meiri hættu á eftirmálum og lagalegum ágreiningi og m.a. þess vegna muni losun fjármagnshafta ganga hægar en ella.

„Hámarksfjárhæð stöðugleikaskattsins (án frádráttarliða) ætti því ekki að bera saman við fjárhæð stöðugleikaframlags, heldur verður að einnig taka tillit til annarra þátta nauðasamningsleiðar sem stuðlar að stöðugleika,“ skrifar Már.

Uppfylla skilyrði í stórum dráttum

InDefence óskaði jafnframt eftir því að til­boð slita­búa föllnu bank­anna um stöðug­leikafram­lög yrðu birt.

Már segir að svo sé að sjá að tillögurnar uppfylli í stórum dráttum skilyrði um stöðugleika í gengis- og peningamálum og tryggi fjármálalegan stöðugleika. Ýmis atriði hafi þó þurft að skoða nánar, m.a. áhrif á lausafjárstöðu fjármálafyrirtækja og söluferli Íslandsbanka og Arion.

Þá skoðun segir Már vera á lokastigi og að í framhaldi af því gætu skapast forsendur fyrir nánari opinberri kynningu.

Hér má lesa svarfbréf Más í heils sinni

Frétt mbl.is: Vilja sjá stöðugleikaskilyrðin

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK