Már í Perú og svarar ekki strax

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, er á leið til Perú og mun því ekki tjá sig um bréf umboðsmanns Alþingis á næstu dögum. Upplýsingafulltrúi seðlabankans segir ekkert benda til þess að Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ) sé í uppnámi.

Ráðstöfun Eignasafns Seðlabanka Íslands á eignum fyrir hundruð milljarða kann að vera í uppnámi samkvæmt því sem fram kemur í bréfi umboðs manns Alþingis en þar kemur fram að ekki hafi verið ótví­ræður laga­grund­völl­ur til staðar þegar verkefni á sviði umsýslu og fyrirsvara tiltekinna krafna og annarra eigna bnk­ans voru færð til ESÍ í lok árs 2009.

Hér má lesa bréfið í heild.

Haft er eftir Stefáni Jóhanni Stefánssyni, upplýsingafulltrúa SÍ, í Morgunblaðinu í dag að Már sé upptekinn við erindisflutning og þátttöku í þéttpakkaðri dagskrá á ráðstefnu og fleiru í aðdraganda ársfundar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans sem fer fram í Lima í Perú dagana 9. til 11. október.

Stefán Jóhann segir að í tengslum við þessa fundi séu fjölmargir fundir með aðilum sem skipta miklu máli fyrir hið alþjóðlega fjármálakerfi og alþjóðaviðskipti Íslands. „Við erum að skoða þetta bréf sem felur að mestu í sér ábendingar til stjórnvalda og svo kemur í ljós hvað út úr því kemur, þegar við erum búin að fara yfir þetta,“ sagði Stefán Jóhann, sem kvaðst ekki geta sagt til um hvenær viðbragða bankans sé að vænta.

Málið tekið fyrir

Auk þess að vera til seðlabankastjóra er bréfinu einnig beint til Bjarna Benediktssonar, fjarmála- og efnahagsraðherra, Þórunnar Guðmundsdóttur, formanns bankaráðs SÍ og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.

Ögmundur Jónasson, formaður nefndarinnar, segir álitið verða tekið fyrir í fyrstu yfirferð á morgun. Það verði svo tekið fyrir á næstu fundum nefndarinnar.

Þórunn Guðmundsdóttir, formaður bankaráðs, segir álit umboðsmanns verða tekið fyrir í ráðinu en næsti reglulegi fundur er 29. október.

Ekki náðist í Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, þegar eftir því var leitað.

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK