Nasdaq Iceland hefur samþykkt umsókn Símans um töku hlutabréfa félagsins til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallarinnar. Þann 2. október sl. samþykkti Kauphöllin umsókn Símans að uppfylltum skilyrðum um dreifingu hlutafjár. Þeim skilyrðum hefur nú verið fullnægt. Fyrsti viðskiptadagur með hluti Símans verður 15. október nk.
Líkt og mbl greindi frá í morgun var umframeftirspurn í útboði Símans á 21 prósent hlut í bankanum. Tæplega 5.000 fjárfestar óskuðu eftir kaupum á hlutabréfum í Símanum fyrir samtals um 33 milljarða króna og er niðurstaða bankans að selja um 4.600 þeirra samtals 21% hlut fyrir um 6,7 milljarða króna.
Útboðinu lauk í gær og var vegið meðalgengi í þeim viðskiptum 3,33 krónur á hlut. Miðað við þá niðurstöðu er markaðsvirði alls hlutafjár í Símanum um 32 milljarðar króna.
Frétt mbl.is: 5.000 vildu kaupa hlut í Símanum