Rannsókn á skattagögnum á lokametrum

Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknastjóri.
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknastjóri. mbl.is/Árni Sæberg

Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri, segir embættið vera á lokametrunum með að taka næstu skref varðandi aðkeyptu skattagögnin sem embættið hefur haft til skoðunar. Hún hafði vonast til þess að allri vinnu yrði lokið fyrir lok þessarar viku en segir ólíklegt að það muni hafast.

Ekki er hægt að veita nánari upplýsingar um útkomuna fyrr en þeirri vinnu er lokið en Bryndís vonast til þess að það verði í lok næstu viku.

Skattagögnin sem voru keypt af erlendum huldumanni fyrir þrjátíu milljónir króna í byrjun sumars en þau tengjast 400 til 500 félögum í eigu Íslendinga erlendis. Á bak við hvert félag er oft á tíðum fleiri en einn skatt­skyld­ur aðili á Íslandi.

Bryndís hefur áður sagt í samtali við mbl að líklegt sé að gögnin muni bæði sýna fram á refsi­vert at­hæfi og leiða til endurákvörðunar á skött­um.

Greiðsla fyr­ir gögn­in fór fram með milli­færslu til þess að tryggja að farið yrði að regl­um um pen­ingaþvætti.

Ekki liggur fyrir til hvaða lands milli­færsl­an var greidd eða til hvaða banka. Gögnin voru sótt er­lend­is og af­hend þar með ra­f­ræn­um hætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK