WOW skilar 560 milljóna tapi

Skúli Mogensen, forstjóri WOW.
Skúli Mogensen, forstjóri WOW. Rax / Ragnar Axelsson

Þrátt fyrir að tekjur WOW hafi hækkað um 8,1 prósent milli ára skilaði flugfélagið tapi eftir skatta upp á 560 milljónir króna á síðasta ári. Frestun á Norður-Ameríkuflugi WOW air árið 2014 hafði mikil áhrif á rekstur félagsins. 

Tekjur ársins 2014 námu 10.7 milljörðum króna miðað við 9.9 milljarða króna árið 2013. EBITDA ársins var neikvæð um 536 milljónir króna og bókfært tap eftir skatta nam 560 milljónum króna.

Skúli Mogensen, forstjóri WOW, bendir á að félagið hafi neyðst til þess að fresta Norður-Ameríkufluginu um eitt ár þar sem ekki fengust úthlutaðir nauðsynlegir brottfarartímar á Keflavíkurflugvelli.Fyrir vikið þurfti að afbóka og færa til þúsundir farþega með tilheyrandi kostnaði auk þess sem niðurstaðan hafði áhrif á fyrirhugaða stækkun félagsins í Evrópu. Þar sem félagið var knúið til þess að hætta við flug til Boston var ekki grundvöllur fyrir því að vera með fimm flugvélar í rekstri sumarið 2014.

Fyrir vikið varð WOW air einnig að hætta við flug til Stokkhólms sem hafði verið í sölu frá miðjum september árið 2013. Þessi niðurstaða hafði áhrif á þúsundir farþega sem höfðu keypt flug með WOW air. Komið var til móts við þessa farþega að öllu leyti og þeim boðin endurgreiðsla sem skýrir tap á fyrsta helmingi ársins 2014.

Frestun á Norður-Ameríkuflugi hafði mikil áhrif á reksturinn.
Frestun á Norður-Ameríkuflugi hafði mikil áhrif á reksturinn. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

500 milljóna kostnaður

Heildarkostnaðurinn við undirbúninginn fyrir Norður-Ameríkuflugið og þessar tilfærslur voru nærri 500 milljónir sem gjaldfærðust á fyrri helmingi 2014 og skýrir að mestu leiti tap ársins að því er segir í tilkynningu.

Skúli segist hins vegar sjá mikinn viðsnúning á rekstri félagsins árið 2015 eftir að Norður-Ameríkuflugið var loks hafið en meðalsætanýting á þeim flugum hefur verið yfir 90% og heildarfarþegaaukning á fyrstu 9 mánuðum ársins er 38% miðað við sama tíma og í fyrra.

Á fyrri helmingi ársins nam tap félagsins 618 milljónum eftir skatta á meðan seinni helmingur ársins skilaði 58 milljónum í hagnað eftir skatta.

Í tilkynningu er bent á að síðan WOW hóf áætlunarflug til Boston hafi fjöldi farþega frá Boston til Íslands aukist um 130 prósent en þá eru ekki meðtaldir tengifarþegar sem halda áfram með vélum félagsins til áfangastaða í Evrópu. Á sama tíma hafa fargjöld almennt lækkað á flugleiðinni um þrjátíu prósent síðan WOW air hóf flug til Boston. Það sem af er ári er heildarfjöldi farþega með WOW air frá Bandaríkjunum 89 þúsund farþegar.

Frétt mbl.is: Ameríkuflug WOW í uppnámi

WOW fékk ekki úthlutaða nauðsynlega brottfarartíma á Keflavíkurflugvelli.
WOW fékk ekki úthlutaða nauðsynlega brottfarartíma á Keflavíkurflugvelli. Ljósmynd/Sigurgeir Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK