Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og framkvæmdastjóri Mobile health, sem rekur fyrirtækin www.betrisvefn.is og www.somnify.no hefur verið tilnefnd til The International European Female Inventor or Innovator 2015 sem veitt verða á ráðstefnu Global Women Inventors & Innovators Network GWINN í London í næstu viku.
Á ráðstefnunni sem er eingöngu fyrir konur í nýsköpun um allan heim, hafa alls 120 konur frá ýmsum löndum hlotið viðurkenningu á síðstaliðnum árum en þetta er í fimmta sinn sem ráðstefnan er haldin.
Hér má sjá heimasíðu verðlaunanna.