Tæplega tvítugar en moldríkar

Andresen systurnar, Alexandra (tv.) og Katharina (th.).
Andresen systurnar, Alexandra (tv.) og Katharina (th.). Af Facebook

Systurnar Katharina og Alexandra Andresen eru ansi vel settar fjárhagslega miðað við jafnaldra sína en systurnar sem eru 20 og 19 ára eiga 5,9 milljarða norskra króna hvor.

Systurnar verma annað sæti listans yfir ríkustu Norðmennina samkvæmt Berlingske á eftir auðjöfrinum Kjell Inge Røkke sem býr að litlum 10,1 milljarði. Katharina vermdi einnig annað sætið í fyrra og Kjell það fyrsta á síðasta ári en Alexandra komst þá ekki á listann yfir hæstu skattgreiðendur Noregs þar sem hann tekur ekki til auðkýfinga undir 18 ára aldri.

Systurnar eru dætur Johan Henrik Andresen sem ætlast til þess að þær taki við stjórn fjárfestingafélaginu Ferd þegar fram líða stundir. Andresen hagnaðist gríðarlega á tóbaksframleiðslu og færði fyrir sjö árum yfir 80 prósent eigna sinna í félaginu yfir á dætur sínar.

Í frétt sinni um systurnar vitnar Berlingske í viðtal við Katharinu í DN frá árinu 2013 þar sem hún sagðist upplifa mikla pressu.

„En þannig er það fyrir flesta í minni stöðu. Sem betur fer erum við tvær. Það er auðveldara fyrir okkur báðar að við erum tvær og að við séum svo nánar og nálægt hvor annarri í aldri.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK