19 ára knapi ríkust Óslóarbúa

Alexandra Gamlemshaug Andresen
Alexandra Gamlemshaug Andresen Vefur Kingsland

Nítján ára atvinnuknapi, Alexandra Gamlemshaug Andresen, er ríkasti Óslóarbúinn, samkvæmt lista yfir ríkustu Norðmennina í ár. Systir hennar, Katharina, sem er tvítug, er næst henni á listanum. 

Þær systur skiptast því á sætum frá því í fyrra en eignir þeirra eru metnar á 11,7 milljarða norskra króna sem svarar til 181 milljarðs íslenskra króna.

Faðir þeirra, Johan H. Andresen, erfingi tóbaksveldis fjölskyldunnar, flutti árið 2007 yfir 80% af hlutafé í fjárfestingarfélagi sínu, Ferd Holding, yfir á dætur sínar en það var ekki fyrr en árið 2013, þegar Katharina varð 18 ára, sem hún komst á listann yfir auðugustu Norðmennina.  

Það er hins vegar kaup­sýslumaður­inn Kj­ell Inge Røkke sem er ríkasti Norðmaðurinn líkt og í fyrra. Eignir hans eru metnar á 10,1 milljarð norskra króna og hann greiðir rúmar 100 milljónir norskra í skatt í ár. Það svarar til 1,5 milljarða íslenskra króna.
Bæði Katharina Andresen og Kjell Inge Røkke voru tekjulaus á tímabilinu og það sama á við um Støle Svein, sem er í sjötta sæti yfir ríkustu Norðmennina. 
Alexandra Andresen vann sér aftur á móti inn 21.579 krónur á árinu sem svarar til 334 þúsund íslenskra króna. 
Þetta þýðir að skattakonungurinn er iðnjöfurinn Trond Mohn en hann greiðir 138 milljónir norskra króna í skatt. Hann er í fimmta sæti listans og sonur hans, Frederik Wilhelm Mohn, fylgir fast á eftir en hann greiðir 120 milljónir norskra króna í skatt.
Á listanum yfir tíu ríkustu Norðmennina eru sex karlar og fjórar konur. Faðir systranna er í níunda sæti listans og Mohn feðgarnir eru í fjórða og fimmta sæti listans.
Hin áttræða Rannfrid Rasmussen er sjöunda sæti listans en hún skipaði sjötta sæti hans í fyrra. Rannfrid Rasmussen er stærðfræðingur að mennt og stýrir fjárfestingarfélaginu Rasmusengruppen og tveimur öðrum fjárfestingarfélögum sem einnig eru kennd við ættarnafn fjölskyldu hennar en fjölskyldan er ein af helstu skipafjölskyldum Noregs. Hún var áður ríkasta kona Noregs en eftir að Andresen systurnar fengu hlutdeild í fjölskyldufyrirtækinu skutust þær fram fyrir hana á listanum.
Margaret Boel Garmann er í áttunda sæti listans en hún kemur víða að í fjárfestingum sínum. Sjá nánar hér
Í tíunda sæti listans er síðan Leif Ovesøn Høegh stjórnandi sjávarútvegsfyrirtækisins Aker og  Høegh fjárfestinga.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK