30 meintir skattsvikarar í rannsókn

Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknastjóri.
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknastjóri. mbl.is/Árni Sæberg

Skatt­rann­sókn­ar­stjóri mun hlutast til um rann­sókn­ir á þrjá­tíu mál­um á næst­um dög­um og vik­um sem byggð eru á skatta­gögn­un­um sem voru keypt af er­lend­um huldu­manni fyr­ir 37 millj­ón­ir króna í byrj­un sum­ars.

Gögn­in sem feng­ust af­hent tengd­ust alls ríf­lega 400 fé­lög­um í eigu Íslend­inga í skatta­skjól­um er­lend­is.

Á bak við þessi mál standa þrjá­tíu ein­stak­ling­ar og eru fjár­hæðirn­ar veru­leg­ar. Að sögn Bryn­dís­ar Kristjáns­dótt­ur, skatt­rann­sókn­ar­stjóra, má í ein­hverj­um mál­um má telja þær í tug­um og hundruðum millj­óna króna.

Þrátt fyr­ir þetta er ekki víst að skatt­stofn­inn muni að lok­um miðast við þess­ar töl­ur og þorir hún því ekki að áætla hversu miklu mál­in muni skila í rík­iskass­ann.

Fleiri mál gætu komið aft­ur

Bryn­dís seg­ir að embættið muni fyrst fara í al­var­leg­ustu mál­in og síðan verða önn­ur gögn send til rík­is­skatt­stjóra sem met­ur hvort ástæða sé til þess að fara í eft­ir­litsaðgerðir á grund­velli þess­ara gagna. Ef svo verður, get­ur verið að fleiri mál tengd þess­um hópi komi aft­ur til skatt­rann­sókn­ar­stjóra.

„Þarna er verið að taka það sem er topp­ur­inn ef svo má segja,“ seg­ir Bryn­dís og bæt­ir við að all­ur tím­inn, eða tæp­ir fimm mánuðir, hafi ein­vörðungu farið í þessi mál.

Aðspurð hvort ein­hver af mál­un­um hafi verið fyrnd seg­ir Bryn­dís að í ein­hverj­um til­vik­um hafi verið farið jafn langt aft­ur og lög heim­ila. Skatta­laga­brot fyrn­ast á sex árum og því er ekki hægt að endurákv­arða skatt vegna van­tal­inna tekna frá 2008 eða fyrr.

Ein­stak­ling­arn­ir sem standa á bak við fyrr­nefnd mál, sem embættið mun rann­saka frek­ar, eru ekki meðvitaðir um að mál þeirra séu á borði skatt­rann­sókn­ar­stjóra. 

Á næstu dög­um verður þeim form­lega til­kynnt um rann­sókn og eft­ir at­vik­um lýk­ur henni með niður­stöðu um und­andrátt. Ef mál­in eru tal­in al­var­leg eft­ir lok­a­rann­sókn og fjár­hæðir háar verður þeim vísað til lög­reglu eða sér­staks sak­sókn­ara sem tek­ur ákvörðun um fram­haldið.

Nýtt á skyn­sam­leg­an hátt

Aðspurð hvort niðurstaðan telj­ist ásætt­an­leg miðað við þá fjár­hæð sem greidd var fyr­ir gögn­in seg­ir Bryn­dís að lagt hafi verið upp með að nýta þau á sem hag­kvæm­ast­an hátt. „Það hef­ur eig­in­lega gengið bet­ur en ég ætlaði. Ég sá fyr­ir mér enn meiri grein­ing­ar­vinnu,“ seg­ir hún. „Ég tel að þetta hafi verið nýtt á mjög skyn­sam­leg­an hátt.“

„Önnur leið hefði verið að fara yfir hvert ein­asta mál og greina það bet­ur en ég held að tím­an­um sé ekki vel varið í það í ljósi annarra mála,“ seg­ir Bryn­dís.

Líkt og áður seg­ir verða þó öll gögn, að und­an­skild­um þeim sem tengj­ast þess­um þrjá­tíu mál­um, send áfram til rík­is­skatt­stjóra sem legg­ur frek­ara mat á þau.

Hundruð milljóna eru undir í sumum málum.
Hundruð millj­óna eru und­ir í sum­um mál­um. Golli / Kjart­an Þor­björns­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK