Tappa íslenska birkinu á flöskur

Birkið er í aðalhlutverki í framleiðslu Foss distillery.
Birkið er í aðalhlutverki í framleiðslu Foss distillery. mbl.is/Styrmir Kári

Íslensk náttúra laðar að fjölda ferðamanna ár hvert. Hjá Foss distillery er gengið skrefinu lengra og náttúran og upplifun hennar komin í notendavænar umbúðir.

Á fyrsta starfsári fyrirtækisins seldum við rúmlega tvö þúsund flöskur af líkjör sem kallast Björk birkilíkjör og snafsinum Birki. Nú, fjórum árum síðar, erum við að selja um 18-20 þúsund flöskur og 80-100 þúsund 50 ml flöskur,“ segir Jakob S. Bjarnason, framkvæmdastjóri Foss distillery ehf.

Hugmyndina að framleiðslunni segir Jakob komna m.a. frá Gunnari Karli Gíslasyni, kokki hjá Dill veitingastaðnum sem var í Norræna húsinu, og Ólafi Erni Ólafssyni barþjóni en þeir höfðu verið að vinna með hráefni úr náttúrunni í sínum störfum. Þeir höfðu samband við Jakob með þá hugmynd að vinna og framleiða áfengi sem bragðbætt væri með plöntum úr íslenskri náttúru, t.d. íslenska birkinu og komu fyrstu vörur fyrirtækisins á markað fyrir fjórum árum.

Fyrstu flöskurnar fóru inn á betri kokteilstaði, bari og veitingahús bæjarins og Jakob segir ákveðna hugsun hafa legið á bak við það þar sem ætlunin var sú að koma vörunni strax á framfæri við erlenda ferðamenn.

Hann vísar til þess sem Íslendingar leita sjálfir eftir á ferðalögum erlendis, líkt og að borða osta eða drekka vín frá þeim svæðum sem þeir heimsækja, og segir ætlunina hafa verið að gefa ferðamönnum þá upplifun sem íslenska birkið er. „Að þú upplifir þá tilfinningu að standa undir íslenska birkinu eftir að það styttir upp og finnir lyktina af því úr náttúrunni sem brýst fram eftir rigninguna.“

Eyða ekki um efni fram

Vöxtur fyrirtækisins hefur verið mikill á undanförnum fjórum árum og býst Jakob við enn frekari vexti á komandi árum. Hann segir þó mikilvægt að hafa í huga það sem þekkt er undir ýmsum nöfnum, t.d. húsmæðrahagfræði, og byggist á þeirri einföldu reglu að eyða ekki nema eiga fyrir því.

„Við erum að þróa nýjar vörur og ætlum okkur að stækka fyrirtækið á næstu árum. Þannig höfum við t.d. fært alla framleiðslu okkar frá Pure spirits í Borgarnesi, sem framleiddi veigarnar og tappaði á flöskur, í okkar eigin verksmiðju í Mosfellsbæ. Ég reyni þó að hafa eina reglu að leiðarljósi, þ.e. að eyða ekki því sem ég á ekki. Vöxturinn verður að vera með þeim hætti að við skrafsmennirnir skiljum hvað við erum að gera og áttum okkur á markaðnum og framleiðsluferlinu sjálfu til fulls.“

Vörur Foss distillery eru núna seldar um allt land auk þess að vera komnar á fjölda staða bæði í Danmörku og Bandaríkjunum. Þá eru vörurnar seldar bæði í vélum Icelandair og WOW-air.

Jakob S. Bjarnason, einn stofnanda og eiganda Foss distillery, ásamt …
Jakob S. Bjarnason, einn stofnanda og eiganda Foss distillery, ásamt starfsfólkinu Evu Sæland og Hákoni Frey. mbl.is/Styrmir Kári
Birkisafinn er fenginn og unninn úr trjám í Hallormsstaðaskógi.
Birkisafinn er fenginn og unninn úr trjám í Hallormsstaðaskógi. mbl.is/Styrmir Kári
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK