Loft hafði betur en Loftið

Loftið í Austurstræti má ekki heita Loftið.
Loftið í Austurstræti má ekki heita Loftið. Mynda af Facebook-síðu Loftsins.

Nú hefur verið staðfest að Loftið í Austurstræti má ekki heita Loftið. Eigendur Loft í Bankastræti urðu fyrri til og eiga nafnið. 

Þetta kemur fram í úrskurði áfrýjunarnefndar neytendamála sem hefur staðfest úrskurð Neytendastofu frá desember sl.

Loft Bar í Bankastræti er í eigu i Farfugla ses og er hluti farfuglaheimilsins Loft hostel. Eigendur hófu að kynna staðinn í september 2012 og sóttu um einkaleyfi á heitunum „Loft“ og „Loftbarinn“ í desember 2012. Formlega var opnað í apríl 2013. 

Loftið í Austurstræti er hins vegar í eigu Boltabarsins. Framkvæmdir við barinn hófust á svipuðum tíma, eða um mitt ár 2012. Þegar var byrjað að markaðssetja staðinn sem hafði fengið hafði nafnið Loftið lounge & cocktail bar. Staðurinn var tilbúinn í desember 2012 og formleg opnun var hinn 12. janúar 2013.

Þegar Loft Bar frétti af fyrirhugaðri notkun nafnsins var því strax mótmælt.

Í kæru til Neytendastofu sagði eigandi að ruglingshætta væri fyrir hendi og sagði það hafa grundvallarþýðingu að um skráð vörumerki væri að ræða. Í kærunni sögðu eigendur Loft Bars í Bankastræti m.a. að viðskiptavinir rugluðust á borðapöntunum og færu hvorir á sinn staðinn þegar þeir ætluðu sér að hittast. Rekstraraðilar væru keppinautar á sama markaðssvæði enda örstutt á milli staðanna. Þá var vísað til þess að Loft Bar væri kallaður „Loftið“ í almennu tali.

Loftið í Austurstræti mótmælti þessu og sagði ekkert liggja fyrir um ruglingshættu auk þess sem starfsemin væri ólík. Vísað var til þess að farfuglaheimili yrði seint ruglað saman við kokkteilbar og að alger fjarstæða væri að halda slíku fram. 

Úrskurðarnefndin bendir á að aðilarnir séu keppinautar á sama markaði og markaðssvæði og telur ruglingshættu því töluverða. Loftinu er því bannað að nota heitið í þeirri mynd sem nú er gert. Hins vegar segir nefndin að aðrar birtingarmyndir orðsins gætu hentað betur.

Hér má lesa úrskurðinn í heild.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK