Björgólfur vill frávísun

Björgólfur Thor Björgólfsson óskar eftir frávísun.
Björgólfur Thor Björgólfsson óskar eftir frávísun. mbl.is/Rax

Lögmaður Björgólfs Thors Björgólfssonar óskaði í morgun eftir þriggja vikna fresti til að skila inn greinargerð um frávísun málsins.

Hópmálsóknin var þingfest í morgun en þá voru þátttakendur orðnir alls 235 talsins og fara þeir með 5,51 prósent hlut í Landsbanka Íslands hf., eða rúmlega helming þess hlutafjár sem ekki var í eigu Samson, Landsbankans sjálfs eða félaga sem eru í slitameðferð. 

Í gær bárust 28 nýjar umsóknir um þátttöku og samkvæmt upplýsingum frá málsóknarfélaginu munaði mestu um umsókn félagsins Urriðahæðar ehf., sem hefur fengið framselt hlutafé og skaðabótakröfur Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og hjúkrunarfræðinga, Gildis lífeyrissjóðs, Stafa lífeyrissjóðs, Festar lífeyrissjóðs og Lífeyrissjóðs Vestamannaeyja.

Samningur um framsal tryggir fyrrgreindum lífeyrissjóðum hlutdeild í mögulegum skaðbótum án þess að gerast aðilar að málsóknarfélaginu með beinum hætti. 

Samtals réðu nýir félagsmenn yfir 381.643.360 hlutum í Landsbanka Íslands hf., en alls fara fyrrnefndir 235 félagsmenn með hlutafé að nafnverði 617.181.759 króna.

Í pósti sem félagmenn fengu frá stjórn málsóknarfélagsins í dag segir að þátttaka í málsóknarfélaginu sé umfram upphaflegar væntingar og er því talið ljóst að félagið sé mjög vel í stakk búið til að standa straum af kostnaði af málsókn og greiðslu málskostnaðar komi til þess.

Jó­hann­es Bjarni Björns­son, lögmaður og eig­andi Lands­laga, sem sér um …
Jó­hann­es Bjarni Björns­son, lögmaður og eig­andi Lands­laga, sem sér um hópmálsóknina, mætti með dómskjöl í morgun. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK