Eiga nóg fyrir tveimur hópmálsóknum

Björgólfur Thor Björgólfsson
Björgólfur Thor Björgólfsson mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hópmálsóknarfélagið sem fer með málið gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni hefur safnað rúmlega tvöfaldri þeirri lágmarksfjárhæð sem það taldi sig þurfa til þess að geta staðið straum af öllum kostnaði við málið.

Félagið ætlaði að safna að lágmarki þrjátíu milljónum króna en er komið með ríflega sextíu milljóna króna sjóð. Þetta segir Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður og eigandi Landslaga, sem sér um rekstur málsins.

Allir félagsmenn þurftu í upphafi að greiða a.m.k. fimm þúsund krónur til þess að geta tekið þátt í málsókninni. Þetta er lágmarkskostnaðurinn og á við ef félagsmaður á færri en 100 þúsund hluti í Landsbankanum. Þeir sem eiga 100 til 300 þúsund hluti þurfa að greiða 15 þúsund krónur og þeir sem eiga 300 til 500 þúsund hluti þurfa að greiða 40 þúsund króna.

Stærstu hluthafarnir, þeir sem eiga fleiri en 500 þúsund hluti, þurfa að greiða fimmtán prósent af nafnverði hlutabréfa sinna. Aðspurðir segir Jóhannes að margir stórir hluthafar séu að taka þátt í málsókninni.

Fá afgang endurgreiddan

Líkt og áður segir hefur þegar safnast meira en málsóknarfélagið telur þurfa. Fari svo að einhverjir fjármunir verði eftir í félaginu munu þeir sem greiddu framangreind fimmtán prósent af nafnverði bréfa sinna fá hlutfallslega endurgreitt. Aðrir ekki.

Þóknun lögmanna er bæði föst og árangurstengd. Málsóknarfélagið mun greiða lögmönnum tuttugu milljóna króna fasta þóknun auk virðisaukaskatts, sem greiðist í þremur hlutum.

Fyrsti hlutinn, og helmingur fjárhæðinnar, átti að koma til greiðslu í gær, við þingfestingu málsins fyrir héraðsdómi. Þá verða fimm milljónir greiddar þegar efnisleg niðurstaða liggur fyrir og að lokum verða fimm milljónir króna greiddar þegar niðurstaða dómstóla um bótaskyldu liggur fyrir.

Ef málið vinnst verður þá einnig tíu prósent hagsmunatengd þóknun dregin frá við uppgjör á skaðabótum.

Gæti orðið löng barátta

Í samtali við mbl við upphaf málsins sagði Jóhannes að seg­ir að stjórn mál­sókn­ar­fé­lags­ins hefði ákveðið að hafa fyr­ir­komu­lagið með þess­um hætti til þess að búa til fast­an kostnað þar sem bar­átt­an fyr­ir dóm­stól­um gæti orðið löng. Með þessu fyr­ir­komu­lagi viti menn bet­ur en ella hvað hún muni kosta. „Þannig er þetta ódýrt fyr­ir þá sem eiga minnstu hags­mun­ina en þeir borga meira sem hafa meiri hags­muna að gæta,“ seg­ir hann.

Jó­hann­es Bjarni Björns­son, lögmaður og eig­andi Lands­laga, sem sér um …
Jó­hann­es Bjarni Björns­son, lögmaður og eig­andi Lands­laga, sem sér um hópmálsóknina, mætti með kassa með dómskjölum við þingfestingu í gær. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK