Rætt um risasamruna lyfjafyrirtækja

Pfizer
Pfizer AFP

Bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer og Allergan - áður Actavis - eru í viðræðum um mögulegan samruna. Ef það gengur eftir verður til risafyrirtæki í heilbrigðisþjónustu, segir í frétt Wall Street Journal sem er með frétt um viðræður fyrirtækjanna tveggja.

Ísraelska lyfjafyrirtækið Teva keypti Allergan, sem áður hét Actavis, í sumar en í ár hafa mörg lyfja- og fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sameinast. Markaðsvirði Allergan er 112,5 milljarðar  Bandaríkjadala en það er Pfizer sem á, samkvæmt WSJ, að hafa rætt um mögulegan samruna við eigendur Allergan. Ef af samrunum verður þá er það stærsti samruni ársins, segir í frétt WSJ. Svo virðist sem viðræður séu nýhafnar og ekki ljóst hvort það verður af samrunanum. Um háar fjárhæðir er að ræða og gæti þýtt að Pfizer þyrfti að segja upp starfsfólki og loka verksmiðjum.

Pfizer kynnti afkomu sína á þriðjudag og reyndist hún betri en væntingar voru um hjá greiningardeildum.

Actavis tók upp nafn Allergan í júní eftir að lokið var við kaup fyrirtækisins á því síðarnefnda í mars.

Eitt af því sem nefnt er varðandi mögulegan samruna er að Pfizer gæti lækkað skatta sína með yfirtökunni en Allergan er skráð á Írlandi en ekki Bandaríkjunum líkt og Pfizer og þar eru skattar á fyrirtæki mun lægri en í Bandaríkjunum. 

Í fyrra reyndi Pfizer að sameinast AstraZeneca án árangurs en miðað við samningsdrög þá hefði AstraZeneca verið metið á 120 milljarða Bandaríkjadala. Í þeim viðræðum var rætt um að Pfizer myndi flytja höfuðstöðvar sínar til Bretlands og þar með lækka skatta sína.

Frétt Wall Street Journal

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK