Kostnaður Árna nemur tugum milljóna

Árni Harðarson
Árni Harðarson

Heildarkostnaður Árna Harðarsonar, sem fer með meirihluta í hópmálsókninni á hendur Björgólfi Thor, verður líklega á bilinu 81 til 86 milljónir króna.

Viðskiptablaðið greinir frá þessu en líkt og fram hefur komið þurfa stærstu hlut­haf­arn­ir, þeir sem eiga fleiri en 500 þúsund hluti, að greiða fimmtán pró­sent af nafn­verði hluta­bréfa sinna til þess að geta tekið þátt.

Kjarninn greindi fyrst frá því að Árni Harðarson hafi á síðustu viku verið að kaupa hlutabréf, sem eru verðlaus ef málið vinnst ekki, fyrir 25 til 30 milljónir króna.

Félagið Urriðahæð ehf., sem fer með þessa hluti og er í eigu Árna, á nú alls 377,7 milljónir hluta í Landsbankanum og þarf samkvæmt 15% reglunni að greiða 56,7 milljónir króna í félagsgjöld. 

Að viðbættum kostnaði við kaupin á hlutabréfunum nemur kostnaður Urriðahæðar því 81,7 til 86,7 milljónum króna.

Árni Harðar­son er stjórn­ar­maður og lögmaður Al­vo­gen og á rúm sex­tíu pró­sent þeirra hluta­bréfa sem eru að baki hóp­mál­sókn­inni gegn Björgólfi Thor. Árni og Ró­bert Wessman, for­stjóri Al­vo­gen, hafa átt í löng­um deil­um við Björgólf sem hef­ur m.a. stefnt þeim báðum til greiðslu skaðabóta fyr­ir meint­an fjár­drátt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK