Sameiningaviðræður á vinsamlegum nótum

Höfuðstöðvar Pfizer í New York
Höfuðstöðvar Pfizer í New York AFP

Forsvarsmenn Pfizer, stærsta lyfjafyrirtæki Bandaríkjanna og bótoxframleiðandinn og lyfjafyrirtækið Allergan segja að þeir séu í vinsamlegum viðræðum um sameiningu en ekkert samkomulag sé í höfn og ekkert er gefið upp hvað felist í mögulegu samkomulagi.

Samkvæmt frétt Reuters myndi Pfizer væntanlega nýta sér lægri skatta á fyrirtæki á Írlandi en í Bandaríkjunum en Allergan er skráð á Írlandi. Hlutabréf Allergan hækkuðu um 6% í gær en hlutabréf Pfizer lækkuðu um 1,9%

Allergan hét áður Actavis en eftir samruna fyrirtækjanna var nafn þess fyrrnefnda tekið upp fyrir samsteypuna. Síðar keypti ísraelska lyfjafyrirtækið Teva Allergan.

Talið er fullvíst að frambjóðendur beggja flokka muni nýta sér mögulegan samruna og umræðu um flutning Pfizer úr landi vegna hárra skatta í kosningabaráttunni.

Forstjóri Pfizer, Ian Read, ítrekaði á fimmtudag, áður en samrunaviðræðurnar voru staðfestar, gagnrýni sína á skattastefnu bandarískra yfirvalda á fyrirtæki.

Pfizer greiðir 25% skatt á meðan Allergan greiðir 15% á Írlandi. Talið er að yfirtaka á Allergan sé mun auðveldari kostur fyrir Pfizer en AstraZeneca sem Pfizer reyndi að yfirtaka í fyrra án árangurs.

Markaðsvirði Allergan er rúmir 113 milljarðar Bandaríkjadala og yrði samningurinn sá stærsti sem Pfizer hefur gert. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK