Þurfa að finna 14,4 milljarða evra

National Bank of Greece í miðborg Aþenu
National Bank of Greece í miðborg Aþenu AFP

Fjórir grískir bankar verða að útvega 14,4 milljarða evra svo þeir geti þolað efnahagslegt álag, samkvæmt niðurstöðu álagsprófs sem Seðlabanki Evrópu gerði á grískum fjármálastofnunum.

Þetta er mun lægri fjárhæð heldur en búist var við að þeir þyrftu að útvega. Bankarnir sem um ræðir eru: Alpha Bank, Eurobank, National Bank of Greece (NBG) og Piraeus Bank. 

Í ljós kom að ef efnahagshorfur versna til muna í Grikklandi þá vantar 14,4 milljarða evra upp á að það stæðust slíkt áfall, samkvæmt niðurstöðu álagsprófsins. Um er að ræða könnun á eignagæðum bankanna og og álagspróf sem unnið var að á vegum Evrópska seðlabankans. Markmið álagsprófsins er að meta viðnámsþrótt banka innan Evrópusambandsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK