Eyþór vísar gagnrýni Páls á bug

Eyþór Arnalds vísar gagnrýni Páls á bug.
Eyþór Arnalds vísar gagnrýni Páls á bug. mbl.is/Kristinn

Skuldir Ríkisútvarpsins lækkuðu á fyrri hluta rekstrartímans, sem RÚV-skýrslan tekur til, að raunvirði vegna viðbótarframlaga úr ríkissjóði sem voru að fjárhæð tveir milljarðar króna. Enda var rekstrartap að jafnaði og því enginn afgangur úr rekstri til að lækka skuldir.

Þetta segir Eyþór Arnalds, formaður nefndarinnar sem vann skýrslu um starfsemi og rekstur RÚV frá 2007 til dagsins í dag. Páll Magnússon, fyrrum útvarpsstjóri, gagnrýndi skýrsluna í morgun og sagði að skuldir hefðu lækkað um 16 prósent á tímabilinu, þ.e. úr rúmum átta milljörðum króna í 6,8 milljarða. Hann sagði að horft væri á ósambærilegar tölur þar sem rekstrarhliðin væri núvirt en ekki efnahagshliðin.

Páll var út­varps­stjóri frá árinu 2007, þegar út­varp­inu var breytt í op­in­bert hluta­fé­lag, og fram til ársloka 2013.

Eyþór segir núvirðingu skulda ekki hafa nein áhrif á niðurstöðuna; hvorki breyta skuldastöðunni í dag né skuldaþróun síðustu ára. „Það er ekki rétt hjá Páli að bera skuldalækkun saman við kostnaðarlækkun. Því lækkun skulda að raunvirði hefur fyrst og fremst komið til vegna þess að ríkið hefur lagt viðbótarfé í reksturinn,“ segir hann.

Engin mistök

Páll sagði í morgun að um mistök hljóti að vera ræða. Eyþór segir þetta engin mistök, heldur sé Páll að tala um sitt hvorn kaflann í skýrslunni.

Hann segir Pál vera að gefa í skyn að reksturinn hafi lækkað skuldir. Þvert á móti séu það hins vegar viðbótarframlögin sem gera það.

„Það er alveg ljóst að ríkið hefur verið að borga viðbótarframlög. Það er einn aðalvandinn við reksturinn. Það hefur ekki tekist að láta framlög duga heldur verður að koma til viðbótarframlaga,“ segir hann. 

Nefndin tók saman skuldir RÚV á föstu verðlagi á framangreindum árum fyrir mbl, en líkt og sjá má hér að neðan, var skuldaaukning veruleg á árunum 2012 til 2014.

Frétt mbl.is: Páll: „Hljóta að vera mistök“

Páll Magnússon, fyrrum útvaprsstjóri.
Páll Magnússon, fyrrum útvaprsstjóri. Rax / Ragnar Axelsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka