Páll: „Hljóta að vera mistök“

Páll Magnússon, fyrrum útvaprsstjóri.
Páll Magnússon, fyrrum útvaprsstjóri. mbl.is/RAX

Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, kom dreifikerfi RÚV til varnar í Morgunútvarpinu í morgun og sagði skýrsluhöfunda RÚV-skýrslunnar bera saman ósambærilegar tölur.

Meðal niðurstaðna í skýrsl­unni er að samn­ing­ur Ríkisútvarpsins við Voda­fo­ne hafi reynst RÚV „dýr­keypt­ur“. Nú­virt skuld­bind­ing vegna samn­ings­ins nem­ur fjórum millj­örðum króna og skýrsluhöfundar benda á að fjármunirnir hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsins og lagt grunn að dreifi­kerfi með In­ter­net­inu í stað „lokaðs og ógagn­virks dreifi­kerf­is“.

Í skýrslunni er farið yfir reksturinn frá árinu 2007 en Páll var útvarpsstjóri frá 2007 og fram til lok árs 2013.

Páll sagði Internet dreifingu ekki hafa verið valkost fyrir Ríkisútvarpið þar sem dreifikerfið mátti ekki kosta notandann aukalega. Slík dreifing hefði þvingað notanda í viðskipta við þriðja aðila og kostað um fimm þúsund krónur fyrir utan útvarpsgjald.

Kvöð er á RÚV um að ná til 99,8 prósent þjóðarinnar og Páll benti á að kostnaðurinn hefði getað verið helmingi lægri ef hlutfallið væri t.d. 90 prósent.

Hvað ósambærilegur tölurnar varðar, benti Páll á að látið væri líta út fyrir að skuldir RÚV hefðu aukist frá árinu 2007, þegar útvarpinu var breytt í opinbert hlutafélag. Hið rétta sé hins vegar að skuldirnar hafi lækkað um 16 prósent að raungildi.

Hann sagði niðurstöðu skýrslunnar vera með þessum hætti vegna þess að rekstrarhliðin hafi verið núvirt, en ekki efnahagshliðin. Ef hún sé einnig núvirt komi í ljós að skuldir hafi lækkað að raungildi um 16 prósent eða 1,3 milljarða, þ.e. úr rúmlega átta milljörðum í 6,8 milljarða. Kostnaðurinn hafi lækkað jafn mikið á tímabilinu. Sé þetta ekki núvirt virðist sem um skuldaaukningu hafi verið að ræða, en ekki niðurgreiðslu skulda.

Þetta hljóta að vera mistök. Ég vil ekki ætla nefndarmönnum að ætla að falsa framsetninguna með þessum hætti,“ sagði Páll. 

Ekki náðist í Eyþór Arnalds, formann nefndarinnar er vann skýrsluna, við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK