CCP vill aukið hlutafé

Hilmar Veigar Pétursson forstjóri CCP
Hilmar Veigar Pétursson forstjóri CCP

Leikjaframleiðandinn CCP hefur boðað til hluthafafundar í næstu viku. Þar stendur til að kjósa nýja stjórn og fá heimild til þess að auka hlutafé félagsins um allt að 1.369.854 að nafnvirði með útgáfu nýs B hlutaflokks.

Fundarboðið var birt í fjölmiðlum í dag en þar kemur fram að stjórnin muni óska eftir heimild til þess að auka hlutafé og lagt er til að núverandi hluthafar muni afsala sér forkaupsrétti að nýju bréfunum og mun stjórn ákveða verð hlutanna og aðra söluskilmála.

Nýju hlutirnir munu njóta forgangs við gjaldþrot eða slit félagsins að því er nemur kaupverði þeirra.

Hlut­haf­ar fé­lags­ins í dag eru alls 434 tals­ins og eru marg­ir þeirra starfs­menn, þar sem þeim býðst jafn­an kauprétt­ur á hluta­bréf­um. Stærsti hlut­haf­inn er hins veg­ar félgið NP ehf. sem er í eigu Novators, fjár­fest­ing­ar­fé­lag Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar.

Næst stærsti hlut­haf­inn er Teno In­vest­ments S.Á.R.L, sem er í eigu banda­ríska fjár­fest­ing­ar­sjóðsins Gener­al Ca­ta­lyst Partners. Þá á Hilm­ar Veig­ar Pét­urs­son, for­stjóri CCP, 5,22% hlut.

Líkt og fram hefur komið hyggst CCP flytja starf­semi sína á Íslandi í nýtt hús­næði að Sturlu­götu í Vatns­mýr­inni. Lóðin ligg­ur sam­síða hús­næði Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar og verður bygg­ing­in alls um 14.000 fer­metr­ar. Fram­kvæmd­ir gætu haf­ist í kring­um ára­mót­in. 

Tap CCP á síðasta ári nam alls rúm­um 8,7 millj­örðum ís­lenskra króna. Fyrirtækið hefur bent á að tapið megi rekja til af­skrifta og niður­færslu óefn­is­legra eigna. Sú ákvörðun að hætta þróun tölvu­leiks­ins World of Dark­ness hafði veru­leg áhrif á út­komu árs­ins og bók­færðan kostnað þess.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK