Fyrstu mættu í röðina í nótt

Um 40 til 50 manna röð var við Dunkin' Donuts …
Um 40 til 50 manna röð var við Dunkin' Donuts í morgun. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Um fjörtíu til fimmtíu manna röð hafði myndast þegar nýtt kaffihús Dunkin' Donuts í Kringlunni var opnað í morgun. Fyrstu tveir gestirnir voru mættir í nótt að sögn öryggisvarða sem hleyptu þeim inn. Staðurinn var opnaður klukkan 10.

Fyrstu tuttugu gestirnir fengu afhent árskort sem fær­ir hand­hafa kassa með sex kleinu­hringj­um í hverri viku í heilt ár. Nokkuð hafði gengið á röðina þegar mbl náði tali af Árna Pétri Jónssyni, forstjóra 10-11 og Iceland, eiganda Dunkin' á Íslandi, um hálftíma eftir opnun. Þá stóðu átján manns enn í röð og Árni sagðist virkilega ánægður með áhugann. 

Tuttugu fyrstu fengu árskort.
Tuttugu fyrstu fengu árskort. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Þegar Dunkin' Donuts var opnaður á Laugavegi í lok sumars biðu margir næturlangt fyrir utan og var iðulega löng röð á fyrstu dögum eftir opnun. Þá voru einnig þrír leikarar í Dunkin' Donuts búningum að skemmta gestum. Íburðurinn var heldur minni í þetta skiptið þar sem aðeins einn leikari í kleinuhringjabúning var á svæðinu auk þess sem röðin var styttri. Árni segir opnunina vera annars eðlis og segir að meira verði um að vera seinni partinn.

Árni kveðst mjög ánægður með nýja staðinn og segir staðsetninguna heppilega í opnu flæði en staðurinn er á Blómatorginu svokallaða, fyrir utan verslun Lyfju. Pláss er fyrir þrjátíu manns í sæti.

Aðspurður um næstu opnun segir hann að stefnt sé að því að opna nýjan stað fyrir áramót. Sá verður væntanlega í verslun 10-11 eða á Skeljungi og mögulega fyrir utan Reykjavík. Staðirnir eiga að verða orðnir sextán eftir fimm ár.

Þegar Dunkin' á Laugaveginum var opnaður í sumar varð kassamerkið #röðin gríðarlega vinsælt á Twitter. Heldur minna virðist fara fyrir því í þetta skiptið.

Frétt mbl.is: #röðin vakti mikla lukku

Íslendingar virðast hafa mikinn áhuga á Dunkin' Donuts.
Íslendingar virðast hafa mikinn áhuga á Dunkin' Donuts. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson
Dunkin' Donuts er á Blómatorginu í Kringlunni.
Dunkin' Donuts er á Blómatorginu í Kringlunni. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson
Sami matseðill er í Kringlunni og á Laugavegi.
Sami matseðill er í Kringlunni og á Laugavegi. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson
Einn fyrsti viðskiptavinurinn skoðar úrvalið.
Einn fyrsti viðskiptavinurinn skoðar úrvalið. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK