Kröfum Kamran Keivanlou um aðgang að húsnæði Austurs var hafnað í héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hvorki Keivanlou né lögmaður hans voru mættir við uppkvaðningu úrskurðarins í morgun. Keivanlou var dæmdur til þess að greiða hvorum varnaraðila um sig 300 þúsund krónur í málskostnað, eða alls 600 þúsund krónur.
Keivanlou og Shirazi stefndu félaginu 101 Austurstræti ehf., Ásgeiri Kolbeinssyni og Kolbeini Péturssyni og krafðist þess að fá aðgang að skemmtistaðnum Austur. Kröfu um frávísun var hafnað og var málið tekið til efnismeðferðar.
Þeir vildi m.a. aðgang að húsnæðu til þess að geta fengið í hendur bókhald félagsins. Í úrskurðinum kemur fram að Ásgeir Kolbeinsson hafi leitað atbeina lögreglu til þess að hindra aðgang þeirra að húsnæðinu og einnig gefið starfsmönnum skemmtistaðarins fyrirmæli um að hleypt þeim ekki inn á staðinn.
Eigendur skemmtistaðarins Austurs hafa staðið í miklum deilum og hafa kærur gengið á víxl. Árið 2013 sömdu Keivanlou og viðskiptafélagi hans við 101 Austurstræti, eiganda Austurs, um kaup á skemmtistaðnum í tveimur áföngum. Aðeins helmingur kaupverðsins hefur verið greiddur og var Keivanlou og félagi hans, Alfacom Trading, því stefnt fyrir dóm til að fá eftistöðvarnar greiddar.
Alfacom Trading ehf. hefur á móti kært Ásgeir og viðskiptafélaga hans í nokkrum liðnum. Í fyrsta lagi til lögreglu fyrir fjárdrátt en þeirri rannsókn hefur verið lokið og var kærunni vísað frá. Þá var hann einnig kærður til sérstaks saksóknara fyrir meint peningaþvætti með ætlaðri þátttöku forsvarsmanna Borgunar auk þess sem félagið einnig kvartað til Fjármálaeftirlitsins og Persónuverndar.