SpaceX sér um mannaðar geimferðir

Dragon-geimhylki bandaríska fyrirtækisins SpaceX tengist Alþjóðlegu geimstöðinni. Fyrirtækið mun sjá …
Dragon-geimhylki bandaríska fyrirtækisins SpaceX tengist Alþjóðlegu geimstöðinni. Fyrirtækið mun sjá um geimferðir NASA í framtíðinni. AFP

Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur skrifað undir samning við fyrirtækið SpaceX um að það flytji geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Geimfarar frá Bandaríkjunum hafa þurft að reiða sig á rússneskar geimferjur til að komast þangað eftir að geimskutluáætlun NASA lauk árið 2011.

Áætlað er að geimferðirnar hefjist síðla árs 2017 en áður hefur NASA skrifað undir samning við flugvélaframleiðandann Boeing um að smíða geimferjur sem geta flutt menn á braut um jörðu. Bæði Boeing og SpaceX þurfa hins vegar að standast strangar öryggiskröfur, bæði hvað varðar vélbúnaðinn og geimfarana.

SpaceX, sem er í eigu athafnamannsins Elon Musk, mun nota Dragon-geimferju sína í leiðöngrunum en Boeing CST-100 Starliner-geimfar sitt.

Kostnaðurinn við útboðið á mönnuðum geimferðum fyrir NASA er umtalsvert minni en sá sem stofnunin þarf nú að greiða til rússnesku geimferðastofnunarinnar fyrir að flytja bandaríska geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Soyuz-geimferjur Rússa hafa verið einu farartækin sem í boði hafa verið eftir að geimferjuáætlun NASA lagðist af árið 2011.

SpaceX hefur verið með samning um birgðaflutninga til geimstöðvarinnar frá árinu 2006 og hefur notað til þess Dragon-geimferjur sem skotið er á loft með Falcon-eldflaug fyrirtækisins.

Frétt The Guardian af samningi NASA við SpaceX

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK