Bruninn gæti kostað Sjóvá 200 milljónir

Rústir Plastiðjunnar á Selfossi.
Rústir Plastiðjunnar á Selfossi. mbl.is/Styrmir Kári

Bruninn á Selfossi er stærsta tjón sem komið hefur inn á borð Sjóvár á þessu ári. Ekki er hægt að segja nákvæmlega til um heildartjónið á þessum tímapunkti en kostnaður Sjóvár af brunanum gæti að hámarki numið um 200 milljónum króna.

Þetta segir Auður Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri tjónasviðs Sjóvar, vátryggjanda Plastiðjunnar sem brann í nótt. Hún segir matsmenn frá Sjóvá hafa verið á vettvangi í nótt og í morgun auk þess sem tryggingafélagið hafi fundað með eigendum Plastiðjunnar í morgun. „Það lítur út fyrir að þetta sé stórtjón en sem betur fer eru þeir vel tryggðir og við stöndum bara með þeim í því,“ segir Auður.

Hún bendir á að Sjóvá sé með góða samn­inga við er­lenda end­ur­tryggj­end­ur sem takmarka kostnað fyrirtækisins.

Árlegur tjónakostnaður Sjóvár nemur rúmlega níu milljörðum króna og miðað við líklegt hámarkstjón gæti þetta verið um tvö prósent af tjónakostnaði ársins.

Til samanburðar nam kostnaður VÍS af Skeifubrunanum um 250 milljónum króna og kostnaður Sjóvá um 230 milljónum króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK