Clarkson sýnir heimsendingardróna

Nýjasta hönnun Amazon drónans.
Nýjasta hönnun Amazon drónans. Mynd/Amazon

Amazon hefur birt myndir og myndbönd af nýjum heimsendingardróna sem á að geta komið vörum heim til viðskiptavina innan þrjátíu mínútna frá kaupum. Í myndbandi má sjá Jeremy Clarkson úr Top Gear sýna hvernig dróninn nær í vöruna af færibandi, flýgur af stað og lendir mjúklega hjá kaupanda.

Dróninn getur flogið í allt að 120 metra hæð og drífur 24 kílómetra. Þá notar hann skynjara til þess að forðast hluti sem gætu orðið í vegi hans. 

Ekki hefur þó verið gefið upp hvenær dróninn verður tekinn í almenna notkun.

Hér að neðan má sjá kynningarmyndbandið og hér má sjá frekari upplýsingar um tækið

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK