Hvers á Pringles að gjalda?

Snakk úr kartöflumjöli er skilið útundan í fyrirhuguðum tollabreytingum.
Snakk úr kartöflumjöli er skilið útundan í fyrirhuguðum tollabreytingum. Jim Smart

Til stendur að fella niður tolla af snakki um áramótin og þar með töldu kartöflunasli sem ber 59 prósenta toll. Hins vegar nær breytingin ekki yfir snakk sem framleitt er úr kartöflumjöli sem ber 42 prósent toll. Undir þann flokk falla vinsælar vörur á borð við Pringles-snakkið.

Félag atvinnurekenda bendir á þetta en fagnar jafnframt nefndaráliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis þar sem afnám snakktollsins er lagt til. „ „Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar viðurkennir að þessi tollur hafi verið alltof hár. Tollaniðurfellingin ætti að vera víðtækari, en með þessu er þó höggvið nýtt skarð í matartollmúrana,“ er haft eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra FA í tilkynningu.

„Þarna er viðurkennt að það er ekkert vit í að leggja ofurtolla á innflutning sem keppir ekki við neina innlenda framleiðslu. Með slíkri tollheimtu er ekki verið að vernda neitt heldur eingöngu að skaða neytendur, sem dirfast að leggja sér erlend matvæli til munns. Í því felst mikið gerræði.“

Um nokkurt skeið hefur því verið haldið fram að þessir tollar séu í raun ólögmætir. Nokkur innflutningsfyrirtæki hafa höfðað mál gegn ríkinu vegna innheimtu snakktollanna og krafist endurgreiðslu þeirra. Fyrirtækin töpuðu því máli í héraði en Ólafur telur einsýnt að sterkari rök séu fyrir því að málið vinnist í Hæstarétti þegar löggjafinn hefur viðurkennt að tollarnir hafi verið ómálefnalega háir.

Frétt mbl.is: Tekist á um snakkið fyrir dómi

Frétt mbl.is: Ríkið sýknað af 300 milljóna kröfu

Pringles er framleitt úr kartöflumjöli.
Pringles er framleitt úr kartöflumjöli. Jim Smart
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK