Sýrland græðir, Tyrkir tapa

AFP

Meira en 700 þúsund ávextir verða fluttir til Rússlands frá Sýrlandi á næstunni, aðallega appelsínur.

Sendingarnar koma í stað varanna sem koma allajafna frá Tyrklandi en þar sem Rússland setti viðskiptabann á ákveðnar vörur frá landinu í kjölfar þess að herþota Rússa var skotin niður þurfti að leita á önnur mið. 

Fyrsta sendingin er þegar farin af stað til Rússlands. Þá verða ýmis önnur hráefni send frá Sýrlandi, svo sem vefnaðarvörur. Á síðasta ári var rúm ein milljón tonna af sítrusávöxtum framleidd í Sýrlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK