Laun hafa hækkað um 7,9%

Frá fyrri ársfjórðungi mældist hækkun reglulegra launa mest í byggingarstarfsemi …
Frá fyrri ársfjórðungi mældist hækkun reglulegra launa mest í byggingarstarfsemi eða um 5,2%. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Regluleg laun voru að meðaltali 3,5% hærri á þriðja ársfjórðungi 2015 en á ársfjórðungnum á undan. Árshækkun frá þriðja ársfjórðungi 2014 var 7,9% að meðaltali, hækkunin var 8,3% á almennum vinnumarkaði og 6,7% hjá opinberum starfsmönnum. Þar af hækkuðu laun ríkisstarfsmanna um 6,0% og laun starfsmanna sveitarfélaga um 7,4%.

Laun hækkuðu mest í byggingarstarfsemi

Frá fyrri ársfjórðungi var hækkun reglulegra launa eftir starfsstétt á bilinu 1,7% til 6,0%. Laun verkafólks hækkuðu mest en sérfræðinga minnst milli ársfjórðunga. Árshækkun frá þriðja ársfjórðungi 2014 var einnig mest hjá verkafólki eða um 11,0% en minnst hjá stjórnendum og sérfræðingum eða um 5,3%. Á sama tíma hækkuðu regluleg laun þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks um 10,3%, sérmenntaðs starfsfólks um 7,7% og iðnaðarmanna um 7,3%, segir í frétt Hagstofu Íslands.

Frá fyrri ársfjórðungi mældist hækkun reglulegra launa mest í byggingarstarfsemi eða um 5,2%. Þá hækkuðu laun á milli ársfjórðunga um 4,5% í iðnaði, 4,0% í samgöngum, 3,7% í verslun og 2,0% í fjármálaþjónustu. Árshækkun frá þriðja ársfjórðungi 2014 var mest í samgöngum eða um 9,4% en minnst í fjármálaþjónustu eða um 4,7%.

Í vísitölu launa á þriðja ársfjórðungi 2015 gætir áhrifa kjarasamninga á almennum vinnumarkaði sem voru undirritaðir í maí og júní síðastliðnum, meðal annars á milli Samtaka atvinnulífsins og stærstu aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands. Þar var kveðið á um sérstaka hækkun kauptaxta, breytingar á launatöflum og launaþróunartryggingu, að lágmarki 3,2%. Að auki gætir áhrifa af endurskoðun starfsmatskerfis sveitarfélaga, sem gerð er í samræmi við bókun 2 í gildandi kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og stéttarfélaga innan BSRB og ASÍ, sem samið hafa um starfsmat. Í vísitölunni gætir einnig áhrifa úrskurðar gerðardóms um launahækkanir fyrir félagsmenn í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og 18 stéttarfélögum í Bandalagi háskólamanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK