Fimmtíu ára sögu Fokker lýkur

Myndin er af Fokker 50 TF-JMM á Reykjavíkurflugvelli í morgun, …
Myndin er af Fokker 50 TF-JMM á Reykjavíkurflugvelli í morgun, rétt áður en hún tók flugið í síðasta skipti frá Reykjavíkurflugvelli.

Flugfélag Íslands vinnur nú að breytingu á flugflota félagsins en í byrjun næsta árs verður fyrsta Bombardier Q400 flugvél félagsins tekin í notkun.

Í tilkynningu frá félaginu segir að breytingunum verði lokið á fyrri hluta árs 2016 og lýkur þá fimmtíu ára sögu Fokker flugvéla hjá Flugfélagi Íslands. Fokker hætti framleiðslu á flugvélum sínum fyrir nokkrum árum.

Þær Fokker flugvélar sem Flugfélag Íslands hefur haft í rekstri undanfarin ár verða á næstunni seldar og hefur nú verið gengið frá sölu á einni Fokker 50 vél til Compagnie Africaine d‘Aviation.

Afhending vélarinnar hefur farið fram en Flugfélag Íslands aðstoðaði kaupendur með að ferja vélina til Ítalíu. Eftir í flota Flugfélags Íslands eru þá fjórar Fokker 50 sem gert er ráð fyrir að nota þar til Bombardier vélarnar verða komnar í flotann í byrjun næsta árs.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK