Iðnamark segir alveg ljóst að snakktolla þurfi að skoða betur og kanna vel að innflutningsgjöld, og þá bæði tollar og kílógjöld, virki í báðar átti til að gæta hagsmuna allra. Þá helst þeirra tuttugu starfsmanna sem hafa framfæri sitt af því að framleiða snakk hjá þessum fyrirtækjum.
Líkt og fram hefur komið hefur meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis dregið til baka tillögu sína um að afnema 59 prósent toll á kartöflusnakki.
Frétt mbl.is: Þingmenn „guggna“ í snakkmáli
Í tilkynningu frá Iðnmark segir að fyrirtækið hafi á undanförnum árum fengið fyrirspurnir frá erlendum verslunarkeðjum og sérstaklega vegna framleiðslu á svokölluðu private label, þ.e sérpakkað snakk undir merkjum verslunarkeðju.
Samningar við norska keðju hafi verið komnir langt þegar í ljós kom að innflutningsgjöld á þeirra vöru hafi verið 585 krónur á hvert kíló. Eftir útreikninga var því hætt við allt saman
„Ef á að breyta gjöldum á vörum þarf að skoða allan pakkann en ekki taka út eitt tollnúmer af mörgum í þessum vöruflokki,“ segir Iðnamark.