Tekist á um innáskiptingu Símonar

Símon Sigvaldason tók sæti Arngríms Ísberg í málinu. Er nú …
Símon Sigvaldason tók sæti Arngríms Ísberg í málinu. Er nú deilt um þá innskiptingu.

Fyrirtaka í Aurum-málinu fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, en áður hafði Hæstiréttur ógilt niðurstöðu dómsins í málinu vegna vanhæfis sérfróðs meðdómara og vísað því á ný til héraðsdóms.Þá óskaði saksóknari eftir því að  dómsformaðurinn myndi víkja sæti vegna vanhæfis og úrskurðaði Hæstiréttur á þann veg. Eftir það var tilkynnt að dómarinn Símon Sigvaldason tæki sæti meðdómarans Arngríms Ísberg þegar málið væri tekið fyrir að nýju.

Í fyrirtökunni í dag verður tekist á um þessa innskiptingu Símonar, en verjandi Bjarna Jóhannessonar, eins hinna ákærðu í málinu, mótmælti þessum breytingum og sagði engin skilyrði vera fyrir að hann viki.

Í málinu eru ákærðir þeir Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, Jón Ásgeir Jóhannesson, einn aðaleigandi bankans, Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri Glitnis banka. Þeim er gefið að sök umboðssvik eða hlutdeilt í umboðssvikum vegna sex milljarða króna lánveitingar Glitnis banka til félagsins FS38 í júlí 2008. Lánið var veitt til að fjármagna að fullu kaup FS38 ehf. á 25,7% hlut Fons hf. í Aurum Holdings Limited.

Voru allir ákærðu sýknaðir í málinu, en Arngrímur skilaði þó inn séráliti þar sem hann taldi Lárus og Magnús seka um að hafa valdið Glitni verulegri fjártjónshættu. Þá taldi hann Jón Ásgeir vera sekan um hlutdeild að umboðssvikum og að dæma hefði átt hann fyrir það. Arngrímur vildi aftur á móti sýkna Bjarna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK