Ford fékk 76 sinnum meira greitt

Harrison Ford á forsýningu Star Wars: The Force Awakens í …
Harrison Ford á forsýningu Star Wars: The Force Awakens í London. AFP

Star Wars kempan Harrison Ford fékk töluvert hærri laun en meðleikarar hans í nýjustu Star Wars kvikmyndinni. Samkvæmt heimildum fékk hann 16,7 milljónir punda, eða sem jafngildir um 3,2 milljörðum íslenskra króna, fyrir hlutverkið. 

Þar að auki fær hann 0,5 prósent af hagnaði myndarinnar en samkvæmt áætlunum er gert ráð fyrir að hagnaðurinn verði í kringum 1,3 milljarða punda.

Auk þessa fékk hann milljón pund, eða rúmar 194 milljónir íslenskra króna, í bætur vegna meiðsla sem hann hlaut við tökur.

Að öllu meðtöldu gætu heildartekjur Ford vegna myndarinnar numið um 23 milljónum punda, eða tæpum 4,5 milljörðum íslenskra króna.

Þetta er um 76 sinnum meira en meðleikarar hans, Daisy Ridley og John Boyega, fá í sinn hlut. Þau fá bæði 300 þúsund pund, eða 58 milljónir króna, fyrir hlutverkið auk þess að fá eitt prósent af hagnaði myndarinnar eftir að hann fer yfir milljarð dollara. 

Fyrir fyrstu Star Wars kvikmyndina árið 1977 fékk Ford greidd sjö þúsund pund, eða sem jafngildir 1,3 milljónum íslenskra króna á núverandi gengi.

FréttBusinessInsider.

John Boyega og Daisy Ridley fá mun minna fyrir Star …
John Boyega og Daisy Ridley fá mun minna fyrir Star Wars en Harrison Ford. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK