Hlutabréfakaup Jóns ganga til baka

Síminn.
Síminn.

Kaup Jóns Ríkharðs Kristjánssonar, framkvæmdastjóra Mílu, á hlutum í Símanum, hafa verið dregin til baka. 

Jón óskaði eftir því að kaupin yrðu dregin til baka eftir að Eftirlitsnefnd um jafnan aðgang fjarskiptafyrirtækja lýsti yfir efasemdum um hvort viðskiptin samræmdust sátt sem Síminn gerði upphaflega við Samkeppniseftirlitið árið 2013

Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að Jón sé að selja 3.971.275 hluti á genginu 2,518 en það er útboðsgengið sem stjórnendum Símans bauðst. Heildarandvirði hlutarins nemur því tæpum tíu milljónum króna.

Meðaltals­gengi í almennu útboði var 3,33 krón­ur á hlut og er markaðsgengið í dag 3,48 krónur á hlut.

Í fyrrnefndri sátt við Sam­keppnis­eft­ir­litið var ákvæði sem kvað á um að laun og önn­ur starfs­kjör starfs­manna Mílu ehf. skuli aðeins miðast við af­komu og ár­ang­ur Mílu ehf.

Jón var í fjárfestahóp sem Orri Hauksson, forstjóri Símans, setti saman en hópurinn fékk að kaupa fimm prósenta hlut í fyr­ir­tæk­inu.

Var ranglega nefndur í útboðslýsingu

Hlutur Jóns í Símanum komst í umræðuna eftir að í ljós kom að ranglega hafði verið tilgreint í útboðslýsingu að Jón hefði átt kauprétt að 714.853 hlut­um.

Sam­kvæmt kaupréttaráætl­un sem samþykkt var á hlut­hafa­fundi Sím­ans hf. 8. sept­em­ber 2015 náði hún hins vegar ekki til starfs­manna Mílu ehf.

Frétt mbl.is: Framkvæmdastjóri Mílu átti ekki kauprétt

Jón Ríkharð Kristjánsson.
Jón Ríkharð Kristjánsson. Míla
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK