„Platseðillinn“ vakti mesta athygli

Helena Natalía Albertsdóttir mátti ekki nota 10.000 krónu seðil í …
Helena Natalía Albertsdóttir mátti ekki nota 10.000 krónu seðil í Hagkaup. Það vakti mikla athygli.

Nú þegar árið er senn á enda er ekki úr vegi að líta yfir viðskiptafréttirnar sem vöktu mesta athygli á árinu 2015. Þær eru af ýmsum toga.

Mest lesna frétt ársins er á léttum nótum. Hún fjallar um unga konu sem ætlaði að versla í Hagkaup og nota til þess tíu þúsund króna seðill. Starfsmaðurinn á kassanum vildi hins vegar ekki taka við seðlinum og sagði henni að slíkur gjaldmiðill væri ekki til. „Ég var að kaupa í mat­inn og ætlaði að borga þegar kassastrák­ur­inn spurði mig hvort þetta væri eitt­hvert djók,“ sagði Helena Na­tal­ía Al­berts­dótt­ir í samtali við mbl um málið. 

Frétt mbl.is: Sagði 10.000 krónur ekki vera til

Eigandi Nordic Store tók eftir samdrætti skömmu eftir samþykkt borgarstjórnar.
Eigandi Nordic Store tók eftir samdrætti skömmu eftir samþykkt borgarstjórnar. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Samþykkt um ísraelskar vörur

Nokkrar fréttir sem vöktu mikla athygli vörðuðu samþykkt­ borg­ar­stjórn­ar Reykja­vík­ur um að und­ir­búa sniðgöngu á ísra­elsk­um vör­um. 

Fréttin sem situr í öðru sæti yfir mest lesnu viðskiptafréttir ársins fjallar um verslunina Nordic Store en þar sagðist eigandi verslunarinnar hafa á stuttum tíma fengið nokkra tölvupósta frá Bandaríkjamönnum sem sögðust aldrei aftur ætla að kaupa íslenskar vörur. 

Tillagan var síðar dregin til baka vegna mikilla mótmæla.

Fleiri fréttir á listanum varða sama mál en þar má til dæmis nefna frétt um ákvörðun nokkurra bandarískra verslana að taka Einstök bjór úr hillum vegna málsins.

Frétt mbl.is: Aldrei aftur íslenskar vörur

Frétt mbl.is: Hætta sölu á Einstök bjór

Stanslaus röð var fyrir utan Dunkin' Donuts eftir opnun.
Stanslaus röð var fyrir utan Dunkin' Donuts eftir opnun. mbl.is/Styrmir Kári

Kleinuhringjaæðið

Árið 2015 fer mögulega niður í sögubækurnar sem ár kleinuhringsins. Það er flestum líklega í fersku minni þegar kleinuhringjakeðjan Dunkin' Donuts opnaði sitt fyrsta kaffihús hér á landi á Laugaveginum í sumar. Ríflega hundrað manns stóðu í röð á fyrstu dögum eftir opnun og gistu margir næturlangt til þess að næla sér í kleinuhringjakort sem gengu síðan kaupum og sölum.

„Dunkin' Donuts“ áhrifinna gætti víðar þar sem sala á kleinuhringjum margfaldaðist einnig hjá Dons Donuts ofar á Laugaveginum.

Þegar Dunkin' opnaði sitt annað kaffihús í Kringlunni biðu heldur færri í röð en þó voru einhverjir sem mættu í röðina að næturlagi til þess að tryggja sér kleinuhringjakort.

Næsta kaffihús keðjunnar verður líklega í versl­un 10-11 eða á Skelj­ungi og mögu­lega fyr­ir utan Reykja­vík. Staðirn­ir eiga að verða orðnir sex­tán eft­ir fimm ár.

Frá blaðamannafundi um afnám fjármagnshafta í sumar.
Frá blaðamannafundi um afnám fjármagnshafta í sumar. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Uppgjör slitabúanna

Á árinu 2015 var vandi föllnu bankanna leystur. Í sumar tilkynnti ríkisstjórnin áætlun sína til þess að losa fjármagnshöftin sem hafa verið við lýði hér á landi í sjö ár. Sagt var frá stöðugleikaskilyrðunum sem slitabú Glitnis, Kaupþings og Landsbankans þurftu að uppfylla til að geta fengið und­anþágu frá gjald­eyr­is­höft­un­um og klárað þar með nauðasamn­inga sína.

Í nóvember voru efna­hags­leg­ áhrif­ af und­anþágu­beiðna föllnu bank­anna kynnt og farið var yfir nákvæma sundurliðun á stöðugleikaframlagi þeirra. 

Ekki voru þó allir sáttir við áformin og spurði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingar m.a. hvort verið væri að gæta hagsmuna kröfuhafa fremur en landsmanna. In Defence hópurinn spurði svipaðra spurninga og svaraði Seðlabankinn fyrirspurnum þeirra. 

Undir lok ársins samþykktu bæði kröfuhafar og dómstólar nauðasamninga föllnu bankanna og hillir nú undir fyrstu skref haftalosunar í byrjun næsta árs.

Steinunn Vala Sigfúsdóttir, hönnuðurinn á bak við Hring eftir Hring.
Steinunn Vala Sigfúsdóttir, hönnuðurinn á bak við Hring eftir Hring. mbl.is/Ómar Óskarsson

Flugstöðin

Breytingar á flugstöðinni voru mikið í umræðunni á árinu og þeim tengjast nokkrar af vinsælustu fréttum ársins.

Þar má t.d. nefna viðtal við Stein­unni Völu Sig­fús­dótt­ur, hönnuð og eig­anda skart­gripa­fyr­ir­tæk­is­ins Hring eft­ir hring. Líkt og fleiri hönnuðir sagði hún lokunina hafa mikil áhrif á rekstur fyrirtækisins þar sem Epal í Leifsstöð var með vörur frá um 70 íslenskum hönnuðum í sölu. 

Frétt mbl.is: Áfall þegar Epal var lokað

Önnur frétt um sama mál var viðtal við Eyjólf Pálsson, eiganda Epal, þar sem hann m.a. að nýjar innréttingar minntu helst á hið fornfræga Eden í Hveragerði. 

Eyjólfur sagði und­ar­legt að stjórn­völd sem styðji ís­lenska hönn­un kippi stoðunni und­an aðal­sölustað ís­lenskra hönnuða með þess­um hætti. „Ef ein­hver get­ur séð um þetta bet­ur en Epal er það bara gott mál. En það er hins veg­ar ekki staðið rétt að þessu gagn­vart þessu fólki sem mér er mjög um­hugað um,“ sagði Eyjólfur.

Frétt mbl.is: Flugstöðin eins og Eden í Hveragerði

Costco verður opnað við Kauptún í Garðabæ.
Costco verður opnað við Kauptún í Garðabæ.

Costco 

Á árinu voru sagðar fjölmargar fréttir af komu bandarísku stórverslunarinnar Costco til landsins og vöktu margar þeirra mikla athygli. Enda margir sem virðast spenntir fyrir aukinni samkeppni.

Ein þeirra er í léttari kantinum og varðaði platleik á Facebook. Einhverjir óprúttnir aðilar settu upp Facebook síðu fyrir verslunarkeðjuna og efndu til leiks þar sem fólki gafst kostur á að vinna sólarlandaferð og gjafakort í verslunina.

Margir létu blekkjast en síðan var hins vegar ekki á vegum Costco og vinningarnir voru ekki raunverulegir.

Frétt mbl.is: Costco á Íslandi er ekki Costco

Regin Grímsson, maðurinn á bak við Fíbra, við plasthúsið.
Regin Grímsson, maðurinn á bak við Fíbra, við plasthúsið. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Húsnæðismál 

Húsnæðismál voru í brennidepli á árinu. Á meðan húsnæðisverð hefur hækkað og frekari hækkanir eru fyrirsjáanlegar hafa margir leitað nýrra og ferskra leiða til byggingaframkvæmda. Frétt af plasthúsum vakti t.d. mikla athygli. 

Fyr­ir­tækið Fíbra hef­ur hannað hús úr trefja­styrktu plasti með kjarna úr stein­ull. Hús­in eiga að vera um tutt­ugu og fimm pró­sent­um ódýr­ari en sam­bæri­leg hús og þurfa ekk­ert viðhald. Fyrsta húsið er risið og pant­an­ir hafa verið gerðar.

Frétt mbl.is: Verða hús framtíðarinnar ú plasti?

IKEA lét málið sig einnig varða og efndi til fundar þar sem forstöðumaður Mannvirkjastofnunar sagði ódýr timburhús, á borð við þau sem IKEA selur í samstarfi við fyrirtækið Bo Klok, vera raunhæfan kost fyrir Ísland.

Frétt mbl.is: Ódýr timburhús alvöru kostur

Harpa Einarsdóttir fatahönnuður.
Harpa Einarsdóttir fatahönnuður. Ljósmynd/Kvennablaðið

Vandræði hjá Zisku

Frétt sem var mikið lesin á árinu varðaði Zisku, hönnunarfyrirtæki listakonunnar Hörpu Einarsdóttur. Hún sagði mbl frá því þegar hún missti fyrirtækið í hendur vinkonu sinnar sem hún treysti að eigin sögn í blindni. 

Vinkona hennar fjárfesti í fyrirtækinu gegn því að Harpa afsalaði sér hug­verka­rétt­ind­um á hönn­un­ar­hluta Ziska. Vinkona hennar hélt eftir ágóðanum af sölu á síðustu línu sem Harpa hannaði og seldi í búðinni Gottu á Lauga­vegi og á merkið í dag.

Frétt mbl.is: Missti Zisku til vinkonu sinnar

Mbl birti lista yfir staði sem bjóða börnum ókeypis að …
Mbl birti lista yfir staði sem bjóða börnum ókeypis að borða. Instagram

Börnin borða frítt 

Önnur frétt sem vakti töluverða athygli og ratar á lista yfir vinsælustu fréttir ársins er yfirlit yfir veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu þar sem börn fá frítt að borða. Þar voru nokkrar ábendingar og kom m.a. fram að börn und­ir 10 ára aldri borða alltaf frítt á Lifandi Markaði.

Frétt mbl.is: Hér fá börnin frítt að borða

Til vinstri: Verslun Miss Miss á Hverfisgötu til. Til hægri: …
Til vinstri: Verslun Miss Miss á Hverfisgötu til. Til hægri: Catalina gaf út bókina Hið dökka man árið 2010. Samsett mynd

Catalina Ncogo

Nokkrar fréttir sem vöktu athygli á árinu vörðuðu Catalinu Ncogo. Tískuverslun hennar, Miss Miss, í Holtagörðum varð gjaldþrota og Catalina opnaði aðra undir sömu merkjum á Hverfisgötu.

Í byrjun ársins þurfti fyrrum starfsmaður verslunarinnar að leita réttar síns vegna vangoldinna launa en í samtali við mbl sagðist hún hafa verið beðin um að gera ýmislegt sem kom afgreiðslustörfum ekkert við.

Hún sagðist m.a. hafa verið beðin um að hringja í meinta hjásvæfu kær­asta Catalinu auk þess að hafa verið beðin um að hafa fé af syni for­seta Nýju-Gín­eu eft­ir að hann sendi Ca­tal­inu vina­beiðni á Face­book. „Ég reyndi að fá hana af þess­ari hug­mynd en henni fannst ekk­ert eðli­legra,“ sagði Kol­brún Eva Odds­dótt­ir í samtali við mbl.

Frétt mbl.is: Beðin um að hringja í viðhaldið í vinnunni

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK