Nýir notendur streyma á Ashley Madison

Einkunnarorð Ashley Madison er: Lífið er stutt. Haltu framhjá.
Einkunnarorð Ashley Madison er: Lífið er stutt. Haltu framhjá. AFP

Sumir gætu haldið að netárásin og meðfylgjandi leki á framhjáhaldssíðunni Ashley Madison myndi draga úr nýskráningum. Svo er hins vegar ekki. Frá árásinni í sumar hafa fjórar milljónir nýrra notenda skráð sig á síðuna.

Í samtali við CNN Money vildi talskona Ashley Madison ekki tjá sig um mögulegar ástæður fyrir þessum vexti. Tölurnar koma einungis fram á heimasíðu fyrirtækisins.

Eftir netárásina hefur Ashley Madison reynt að fullvissa notendur um að öryggi á síðunni hafi verið hert. Þá hefur fyrirtækið greint frá því að notendur hafi ekki einu sinni hætt að senda skilaboð  í gegnum síðuna á dögunum eftir árásina. Í síðustu viku ágústmánaðar fóru 2,8 milljónir skilaboða milli notenda.

Þrátt fyrir vöxtinn er ekki ljóst hvort fyrirtækið lifi hneykslið af þar sem von er á gífurlegum fjölda málsókna frá óánægðum viðskiptavinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK