Flórída-félag Arnars, Bjarka og Björns gjaldþrota

Fasteignafélagið Poda Investments var í eigu Arnars og Bjarka Gunnlaugssona …
Fasteignafélagið Poda Investments var í eigu Arnars og Bjarka Gunnlaugssona og Björns Steinbekk. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Félagið Poda ehf. var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkum hinn 16. desember sl. Félagið var stofnað árið 2008 af Arnari og Bjarka Gunnlaugssyni ásamt Birni Steinbekk. Það hélt utan um verkefni sem fólst í byggingu og sölu á umhverfisvænum ein­býl­is­húsum á Florida.

Síðar ætlaði félagið að ráðast í að reisa skrifstofubyggingar og hótel.

Í viðtali við Morgunblaðið í febrúar 2008 sögðu þeir ætlunina ekki vera að höfða sérstaklega til íslenskra auðmanna, heldur miklu frekar fólks úr röðum ríka og fræga fólksins í Bandaríkjunum, sem ætti fjölda húsa á þessu svæði. Í þeim hópi væru kvikmyndaleikarar, leikstjórar, tónlistarfólk, rithöfundar og fólk frá netfyrirtækjunum.

Arnar og Bjarki voru umsvifamiklir í fasteignaviðskiptum fyrir hrun. Þeir áttu m.a. um tíma hlut í fé­lag­inu Hanza-hóp­ur­inn ehf., en seldu hann frá sér árið 2007 til fé­lags­ins Merlu ehf., sem er fé­lag Ró­berts Melax, stofn­anda Lyfju og ann­ars meðlim­ar í Hanza-hópn­um.

Fé­lagið var stór­tækt í bygg­ing­ar­fram­kvæmd­um og var um tíma eig­andi fjöl­býl­is­húsa­verk­efn­is á Arn­ar­nes­hæð í Garðabæ. Þá stóð fé­lagið einnig fyr­ir fram­kvæmd­un­um á Rafha-reitn­um í Hafn­ar­f­irði og end­ur­bygg­ingu gamla DV-húss­ins að Þver­holti 11, fram­kvæmd­ir sem fé­lagið Þver­holt 11 ehf. hélt utan um, en Hanza-hóp­ur­inn var eig­andi þess fé­lags.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK