Aftakan hefur áhrif á olíuverð

Íranskar konur á mótmæltu aftöku á Numr al-Nimr í Tehran, …
Íranskar konur á mótmæltu aftöku á Numr al-Nimr í Tehran, höfuðborg Íran, í gær. AFP

Aftökur Sádí-Araba á 47 mótmælendum, þar af sjítaklerknum Nimr al-Nimrs, á nýársdag og versnandi samband margra múslimaríkja við Sádí-Arabíu í kjölfarið hefur nú leitt til þess að heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað lítillega í dag.

Hefur verð á olíu í Bandaríkjunum hækkað um 30 sent og á Norðursjávarolíu um tæplega 60 sent. Verðið er þó enn vel undir 38 dölum og álíta sérfræðingar að mikil umframframboð muni ekki verða til þess að verð hækki mikið meira.

Íran­ar höfðu beðið al-Nimr griða og sendi rík­is­stjórn Írans frá sér harðorða yf­ir­lýs­ingu þar sem seg­ir að Sádi-Ar­ab­ar muni þurfa að gjalda af­tök­una dýru verði. Í yf­ir­lýs­ing­unni seg­ir m.a. að Sádi-Ar­ab­ar styðji hryðju­verka­sam­tök og öfga­menn, en tak­ist á við þau vanda­mál sem upp komi í land­inu með kúg­un og af­tök­um. Eftir að tilkynnt var um mótmælin komu mótmælendur saman í mörgum löndum til að gagnrýna framgöngu Sádí-Arabíu.

Í framhaldinu ákvað Sádi-Ar­abía að slíta diplóma­tísk­um tengsl­um lands­ins við Íran. Um þetta til­kynnti ut­an­rík­is­ráðherra Sádi-Ar­ab­íu, Adel al-Ju­beir, í gær. Sagði hann að all­ir er­ind­rek­ar Írans þyrftu að vera farn­ir frá Sádi-Ar­ab­íu inn­an tveggja sól­ar­hringa.

Íran og Sádí-Arabía eru bæði stórir framleiðendur olíu og hefur spenna í samskiptum ríkjanna áhrif á olíumarkaðinn. Greinendur virðast þó ekki telja þetta hafa mikil áhrif til langs tíma, heldur muni mikil umframframleiðsla áfram ýta verðinu niður.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK