Samkeppnin frá Netflix þegar hér

Forstjóri 365 telur mestu samkeppnina þegar komna fram.
Forstjóri 365 telur mestu samkeppnina þegar komna fram. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, telur mestu samkeppnina frá Netflix vera þegar komna fram hér á landi þar sem fjölmörg íslensk heimili eru áskrifendur að bandarísku útgáfunni. Formleg koma Netflix til landsins breyti því ekki miklu.

Líkt og mbl greindi frá í gær er efn­isveit­an Net­flix nú aðgengi­leg hér á landi í gegn­um ís­lensk­ar ip-töl­ur.

Samkvæmt skýrslu um rekstur og starfsemi RÚV, sem kom út í lok október sl., voru 18,4 prósent íslenskra heimila þegar áskrifendur að Netflix á þeim tíma.

Í huga Sævars hefur Netflix fyrst og fremst verið viðbót við markaðinn hingað til. Fyrirtækið hafi síður verið að ryðja samkeppnisaðilum til hliðar.

Samkvæmt sömu úttekt í RÚV skýrslunni eru heldur fleiri íslensk heimili með áskrift að Stöð 2 en Netflix, eða 29,2 prósent. Forskot SkjásEins er þó minna, en sjónvarpsstöðin er með um 22,8 prósent hlutdeild.

Ólíkar þjónustur

Sævar segir efni Stöðvar 2 og Netflix vera ólíkt. „Íslenska útgáfan er með lítið úrval af textuðu efni og ekkert af talsettu barnaefni. Úrvalið er í raun lakara en fólk er vant í bandarísku útgáfunni auk þess sem verðlagningin er hærri,“ segir Sævar. 

Á heimasíðu Net­flix seg­ir að mánaðaráskrift kosti 7,99 evr­ur eða sem nem­ur um 1.134 krón­um. Fyrsti mánuður­inn er hins veg­ar frír. Úr­valið hjá Net­flix í hverju landi fyr­ir sig er háð samn­ing­um við myndrétt­hafa og er því breytilegt milli landa.

Sævar bendir einnig á að efnið á Stöð 2 sé nýtt og bætir við að efnið á Netflix sé að mestu leyti eldra fyrir utan það sem fyrirtækið er að frumsýna sérstaklega í þáttaraðaformi.

Fleiri berjast um sýningarrétt

Með komu Netflix má búast við harðari samkeppni um myndefni þar sem fleiri aðilar verða að berjast um sýningarréttinn á íslenska markaðnum.

Sævar segir Netflix hafa verið öflugt á síðustu mánuðum að ná sér í efni en bendir á að fjölmargir séu að selja sjónvarpsefni og því sé mikið úrval af fyrirtækjum til þess að ganga til samninga við. 

„Það þarf að hugsa þetta út frá aðgreiningu hvers og eins fyrirtækis. Við leggjum áherslu á einn lykilbirgja, sem er HBO,“ segir hann. „Það er stærsta áskriftarsjónvarpsstöð í heiminum og hún leggur mikla áherslu á framleiðslu á hágæðaefni, líkt og t.d. Game of Thrones.“

„HBO hefur gefið út að það muni aldrei nokkurn tímann afhenda Netflix sitt efni,“ segir Sævar og bendir á að fyrirtækin séu höfuðandstæðingar í Bandaríkjunum. 

Ætla sér stóra hluti á fjarskiptamarkaði

Netflix er streymisþjónusta og eru neytendur því að eyða gagnamagni við að horfa á sjónvarpið. Eftir sameiningu 365 og Tals hefur 365 lagt töluverða áherslu á fjarskiptamarkaðinn.

Ætla má að fleiri íslensk heimili þurfi öflugar nettengingar með auknum vinsældum efnisveitna á borð við Netflix. Aðspurður hvort 365 ætli að herja betur á þann markað segir Sævar að fyrirtækið ætli sér mjög stóra hluti á fjarskiptamarkaðnum.

Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365.
Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365. mbl.is/Golli
Úrvalið er ólíkt í bandarísku og íslensku útgáfu Netflix.
Úrvalið er ólíkt í bandarísku og íslensku útgáfu Netflix. Skjáskot af íslensku útgáfu Netflix
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK