Björgólfur Thor Björgólfsson hefur í gegnum fjárfestingafélag sitt, Novator, stofnað lyfjafyrirtækið Xantis í Sviss. Fyrirtækið hefur hann stofnað í samstarfi við nokkra af fyrrverandi lykilstjórnendum Actavis. Mun fyrirtækið leggja höfuðáherslu á að vinna markaðshlutdeild í Mið- og Austur-Evrópu.
Í samtali við Morgunblaðið segir Björgólfur að fyrirtæki hans sé að draga sig út úr lyfjarisanum Allergan þar sem það sé áhrifalaus minnihlutafjárfestir. Það sé stefna félagsins að halda ekki of lengi í áhrifalausar stöður í fyrirtækjum en beina spjótum sínum fremur að félögum þar sem það geti haft bein áhrif á stefnuna og þar með ávöxtun fjárins. ViðskiptaMogginn