Helle Thorning-Schmidt fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri alþjóðlegu samtakanna Save the Children, Barnaheilla. Hún segir í samtali við danska ríkissjónvarpið að hún sé komin í draumastarfið og hún hlakkar til þess að eyða meiri tíma með fjölskyldunni.
Í viðtalinu segir Thorning-Schmidt frá því að hún muni flytja frá Østerbro til Lundúna þar sem höfuðstöðvar samtakanna eru til húsa. Hún tekur við starfinu í byrjun apríl en nú er Jasmine Whitbread framkvæmdastjóri samtakanna sem starfa í á annað hundrað löndum.