Helle Thorning-Schmidt til Barnaheilla

Helle Thorning-Schmidt var formaður danskra jafnaðarmanna.
Helle Thorning-Schmidt var formaður danskra jafnaðarmanna. mbl.is/Árni Sæberg

Helle Thorning-Schmidt fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri alþjóðlegu samtakanna Save the Children, Barnaheilla. Hún segir í samtali við danska ríkissjónvarpið að hún sé komin í draumastarfið og hún hlakkar til þess að eyða meiri tíma með fjölskyldunni.

Í viðtalinu segir Thorning-Schmidt frá því að hún muni flytja frá Østerbro til Lundúna þar sem höfuðstöðvar samtakanna eru til húsa. Hún tekur við starfinu í byrjun apríl en nú er Jasmine Whitbread framkvæmdastjóri samtakanna sem starfa í á annað hundrað löndum.

Helle Thorning-Schmidt situr á danska þinginu en hún mun láta …
Helle Thorning-Schmidt situr á danska þinginu en hún mun láta af þingmennsku þegar hún tekur við nýja starfinu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK