Löngu tímabært að líta til loftlagsmála

AFP

Það lítur þannig út fyrir að staða loftslagsmála eigi eftir að hafa mikil áhrif á rekstur fyrirtækja og fjárfestingar á næstu árum. Því er væntanlega skynsamlegt og löngu tímabært fyrir bæði fjárfesta og forráðamenn fyrirtækja að fara að taka þessa hlið mála inn í myndina. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Hagsjá Landsbankans í dag þar sem fjallað er um loftlagsráðstefnuna í París og hvaða áhrif hún hafi á efnahagslíf og fjárfestingar.

Þar kemur fram að engar aðferðir voru negldar niður í lok loftlagsráðstefnunnar í desember til þess að ákvarða verð á koltvísýringi og engin refsiákvæði er að finna ef einstök ríki standa ekki við gefin loforð.

Í samningnum felst að öll lönd þurfi að taka þátt í átakinu, líka nýmarkaðsríki eins og Kína sem valda mikilli losun gróðurhúsalofttegunda. Þá eru einnig ákvæði um að ríku löndin eigi að styðja þau fátækari við að ná árangri.

Niðurstaðan er hins vegar alls ekki bindandi og ekki er t.d. tekið á losun gróðurhúsalofttegunda í skipaflutningum og flugi í samkomulaginu. Hvað ætlar Ísland að gera? Samkvæmt upplýsingum frá umhverfisráðuneytinu liggur útfærsla á markmiði fyrir Ísland ekki fyrir.

Útfærsla landsmarkmiðs liggur væntanlega fyrir á næsta ári hvað varðar Ísland og Noreg og ríkin 28 í Evrópusambandinu. Ísland er því á sama báti og 29 önnur Evrópuríki, staðfest er að þau verði með í sameiginlegu markmiði um minnkun losunar um 40%, en ekki er ljóst hver þeirra hlutur verður. 

Hér er hægt að lesa Hagsjá Landsbankans í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK