Anna Lea til Verðandi og Sölku

Anna Lea Friðriksdóttir hefur hafið störf sem útgefandi hjá Útgáfuhúsinu Verðandi og Sölku. Áður var Anna Lea verslunar- og sölustjóri Bókabúðar Máls og menningar og Iðu en hún hafði starfað hjá þeim verslunum síðan 2009. Samhliða því hefur hún verið útgefandi hjá Lesstofunni en Anna Lea er íslenskufræðingur að mennt.

„Útgáfuhúsið Verðandi var stofnað á síðasta ári og tók yfir rekstur Sölku sem var stofnuð árið 2000 og hefur gefið út tugi titla á ári undanfarin ár,“ segir í tilkynningu um ráðningu Önnu. 

„Áhersla hefur verið á handbækur af ýmsu tagi. Heilsubækur, hannyrðabækur, lífstílsbækur, matreiðslubækur og ferðabækur skipa stóran sess í útgáfu Sölku en jafnframt koma reglulega út skáldverk og barnabækur.“ 

Eigandi útgáfunnar er Dögg Hjaltalín. Samkvæmt tilkynningunni er áætlað að útgáfan sendi frá sér um annan tug titla á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK