Airbnb íbúðum fjölgar um 124% á einu ári

Fjöldi íbúða í miðbænum eru til leigu á vefnum airbnb, …
Fjöldi íbúða í miðbænum eru til leigu á vefnum airbnb, bæði íbúðir sem einstaklingar leigja út og stærri leigufélög. Þórður Arnar Þórðarson

Alls eru 3.903 íbúðir auglýstar til útleigu á vefnum Airbnb og hefur fjölgað um 124% frá því í fyrra þegar þær voru rúmlega 1.700. Síðustu þrjá mánuði hefur fjölgunin verið rúmlega 10%, eða 350 íbúðir. Þetta kemur fram á vefnum Túristi, en tölurnar eru fengnar frá Airbnb.

Á gististöðum Íslandshótela, Icelandair hotels og Kea hótela séu í dag samtals 2.829 herbergi og því séu herbergi eða íbúðir til leigu á Airbnb en hjá þessum stærstu hótelkeðjum landsins.

Það skal þó tekið fram að þessar tölur eru ekki alveg samanburðarhæfar og bendir Túristi á að samkvæmt könnun Airbnb í Danmörku er hver gistikostur í boði að meðaltali í 22 daga á ári. Þá séu skráningar á Airbnb herbergi eða íbúðir, meðan þau eru talin í herbergjum hjá hótelkeðjunum.

Síðustu 12 mánuði ársins fjölgaði gestum Airbnb hér á landi um 156%, en ekki er gefinn upp nákvæmur fjöldi gesta. Þá fjölgaði íslenskum leigjendum á síðustu 12 mánuðum um 90%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK