Halldór Bjarkar hættir hjá Arion

Halldór Bjarkar Lúðvígsson.
Halldór Bjarkar Lúðvígsson.

Hall­dór Bjark­ar Lúðvígsson, framkvæmda­stjóri fjár­fest­inga­banka­sviðs Ari­on banka, mun láta af störfum hjá bankanum eftir nokkra daga. Starfslokin eru í góðri sátt að sögn Haraldar Guðna Eiðssonar, upplýsingafulltrúa bankans, sem segir jafnframt að kaflaskil felist í breytingunni.

Aðspurður um ástæður starfslokanna segir Haraldur trúnaðarskyldu ríkja um starfsmannamál. Ekki hefur verið ráðið í stöðuna hans Halldórs.

Halldór hefur starfað sem framkvæmda­stjóri fjár­fest­inga­banka­sviðs frá september 2011 en hann var framkvæmdastjóri fyrirtækjaþjónustu bankans frá 2010 til 2011. Þá var Halldór viðskipta­stjóri út­lána­sviðs Kaupþings frá 2005 til 2008.

Halldór hefur verið lykilvitni í Chesterfield og Al-thani málunum.

Í Al-Thani málinu var m.a. spiluð hljóðupptaka þar sem Halldór sagði að upp­bygg­ing viðskiptanna hafi verið gerð til að fela það að Ólaf­ur Ólafs­son ætti helm­ings­hlut í þeim. Eina leiðin til að þau fengj­ust samþykkt væri að Al Thani væri eini aðil­inn að þeim. 50 millj­ón doll­ara lán til fé­lags sj­eiks­ins væri í raun greiðsla (e. kickback) til þess að hann léði viðskipt­un­um nafn sitt.

Í Chesterfield réttarhöldunum kom m.a. fram að Hall­dór seldi bréf sín í Ex­ista og Kaupþingi nokkr­um dög­um fyr­ir hrun.

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrum forstjóri Kaupþings, benti á að Halldór hagnaðist um 5 millj­ón­ir á því og sakaði hann um inn­herja­svik. Halldór hafnaði þessu.

Í dómi málsins var bent á að ósamræmi hafi verið á milli skýrslugjafar Halldórs á meðan á rannsókn málsins stóð og fyrir dómi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK