Sögulegur dagur fyrir Barbie

Hér eru þær í allri sinni dýrð.
Hér eru þær í allri sinni dýrð. Af Twitter

Leik­fanga­fram­leiðand­inn Mattel til­kynnti það í dag að á þessu ári yrðu gefn­ar út þrjár nýj­ar út­gáf­ur af Barbie, all­ar með mis­mun­andi lík­ams­vöxt.

Ein út­gáf­an verður há­vax­in, (e. tall), önn­ur smá­gerð (e. pe­tite) og sú þriðja ávöl (e. cur­vy). Þá verður einnig bætt við fjölda húðlita, augn­lita og hár­greiðslna sem aðdá­end­ur Barbie geta valið um.

Með nýju týp­un­um sagðist Mattel vera að bjóða „stúlk­um upp á val­mögu­leika sem end­ur­spegla frek­ar þann heim sem þær sjá í dag.“

Lík­ams­vöxt­ur Barbie hef­ur lengi verið gagn­rýnd­ur og hef­ur hann þótt ýta und­ir óeðli­lega lík­ams­ímynd ungra stúlkna. Hef­ur verið bent á að ef Barbie væri lif­andi kona, gæti hún t.d. aldrei gengið með barn og ekki staðið upp­rétt vegna ójafn­væg­is í vext­in­um. Nýju dúkk­un­um hef­ur verið fagnað á sam­fé­lags­miðlum í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK