Sögulegur dagur fyrir Barbie

Hér eru þær í allri sinni dýrð.
Hér eru þær í allri sinni dýrð. Af Twitter

Leikfangaframleiðandinn Mattel tilkynnti það í dag að á þessu ári yrðu gefnar út þrjár nýjar útgáfur af Barbie, allar með mismunandi líkamsvöxt.

Ein útgáfan verður hávaxin, (e. tall), önnur smágerð (e. petite) og sú þriðja ávöl (e. curvy). Þá verður einnig bætt við fjölda húðlita, augnlita og hárgreiðslna sem aðdáendur Barbie geta valið um.

Með nýju týpunum sagðist Mattel vera að bjóða „stúlkum upp á valmöguleika sem endurspegla frekar þann heim sem þær sjá í dag.“

Líkamsvöxtur Barbie hefur lengi verið gagnrýndur og hefur hann þótt ýta undir óeðlilega líkamsímynd ungra stúlkna. Hefur verið bent á að ef Barbie væri lifandi kona, gæti hún t.d. aldrei gengið með barn og ekki staðið upprétt vegna ójafnvægis í vextinum. Nýju dúkkunum hefur verið fagnað á samfélagsmiðlum í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK