Neikvæðir vextir í Japan

Verðbólga er afar lítil í Japan líkt og víðast hvar …
Verðbólga er afar lítil í Japan líkt og víðast hvar um þessar mundir AFP

Peningastefnunefnd Seðlabanka Japans kynnti í dag ákvörðun sína um að koma á neikvæðum vöxtum vegna stöðunnar í efnahagsmálum. Stýrivextir bankans eru nú -0,1% sem þýðir að seðlabankinn taka 0,1% þóknun af viðskiptabönkunum á innlán þeirra hjá bankanum.

Vonast stjórnendur seðlabankans til þess að þetta hvetji viðskiptabanka til útlána og dragi þar með úr þeirri niðursveiflu sem ríkir í þriðja stærsta hagkerfi heims. 

Seðlabanki Evrópu er einnig með neikvæða stýrivexti en þetta er í fyrsta skipti sem slíkt er gert hjá Seðlabanka Japans. Ákvörðunin var samþykkt með fimm atkvæðum gegn fjórum í peningastefnunefnd bankans.

Á vef Landsbankans útskýrir dr. Daníel Svavarsson hvað felist í neikvæðum stýrivöxtum:

Seðlabankar eru bankar viðskiptabankanna og stýrivextir eru vaxtakjörin sem seðlabankar veita viðskiptabönkum. Bankar geta lagt inn fé sjálfviljugir (keypt innstæðubréf) en í sumum löndum eru viðskiptabankar einnig skyldugir til að leggja inn fast hlutfall af innlánum sínum í seðlabanka. Þessi kvöð nefnist bindiskylda og bankarnir fá greidda innlánsvexti af innistæðum sínum. Bankar geta einnig fengið lán hjá seðlabönkum til skamms tíma og er algengast að veitt séu daglán og lán til 30 daga. Þegar talað er um stýrivexti er almennt átt við vexti á þessum útlánum (oft kallaðir REPO vextir).

Í tilkynningu frá bankanum segir að allt verði gert til þess að tryggja það að verðbólgan nálgist 2% líkt og verðbólgumarkmið bankans hljóða upp á.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK