Íslandsbanki í ríkiseigu

Íslandsbanki var í meirihlutaeigu Glitnis banka hf. sem fór með …
Íslandsbanki var í meirihlutaeigu Glitnis banka hf. sem fór með 95% af hlutafé bankans í gegnum dótturfélög sín fyrir hönd kröfuhafa Glitnis. Þau 5% sem eftir stóðu voru í eigu íslenska ríkisins. mbl.is/Eggert

Glitnir hefur afhent ríkinu allt stöðugleikaframlag slitabúsins. Þetta segir Ingólfur Hauksson, framkvæmdastjóri Glitnis, í samtali við Fréttablaðið. Frá því hafi verið gengið í vikunni.

Fram kemur í blaðinu í dag, að það þýði að Íslandsbanki sé að fullu kominn í ríkiseigu.

„Stjórnvöld meta 95 prósenta eignarhlutinn í Íslandsbanka sem Glitnir afhenti á 185 milljarða króna og stöðugleikaframlag Glitnis í heild 229 milljarða króna. Samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins tekur Seðlabankinn við eignarhlutum sem slitabúin greiða ríkinu. Á Alþingi liggur fyrir lagafrumvarp þar sem kveðið er á um að sérstakt eignaumsýslufélag verði stofnað um stöðugleikaframlögin í umsjón Seðlabankans,“ segir í blaðinu.

Þá er haft eftir Ingólfi, að meðal eigna sem hafi verið afhentar séu eignarhlutir í ýmsum íslenskum fyrirtækjum. Þar á meðal hlutir í Sjóvá, Reitum og lítill hlutur í Eimskip. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK