Kjötinnflutningsbann samrýmist ekki EES

Samtök verslunar og þjónustu krefjast þess að innflutningur á fersku …
Samtök verslunar og þjónustu krefjast þess að innflutningur á fersku kjöti verði heimilaður hér á landi. mbl.is/Kristinn

EFTA-dóm­stóll­inn hef­ur skilað áliti sínu um inn­flutn­ings­bann ís­lenska rík­is­ins á fersku kjöti þar sem kom­ist er að þeirri niður­stöðu að bannið sam­ræm­ist á eng­an hátt skuld­bind­ing­um ís­lenska rík­is­ins sam­kvæmt samn­ingi um Evr­ópska efna­hags­svæðið.

Hæstirétt­ur hafði áður staðfest að leita skuli álits EFTA-dóm­stóls­ins á nán­ar til­tekn­um atriðum í tengsl­um við mál sem eitt aðild­ar­fyr­ir­tækja SVÞ – Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu, þ.e. Fersk­ar kjötvör­ur ehf., rek­ur gegn ís­lenska rík­inu vegna synj­un­ar um að flytja til lands­ins ferskt kjöt frá Hollandi.

Fyr­ir­tækið stefndi ís­lenska rík­inu og krafðist skaðabóta vegna tjóns sem það varð fyr­ir vegna synj­un­ar á beiðni um heim­ild til að flytja til lands­ins ferskt nauta­kjöt. Synj­un­in grund­vallaðist á inn­flutn­ings­banni sem SVÞ hafa áður kvartað und­an til Eft­ir­lits­stofn­un­ar EFTA (ESA) en sam­tök­in telja að um­rætt bann gangi gegn ákvæðum EES-samn­ings­ins.

Eft­ir rann­sókn sína á mál­inu komst ESA að sömu niður­stöðu og SVÞ að nú­gild­andi bann varðandi inn­flutn­ing á fersku kjöti frá öðrum EES-ríkj­um er and­stæð EES-samn­ingn­um.

Und­ir rekstri máls Ferskra kjötv­ara í héraði krafðist fyr­ir­tækið þess að aflað yrði ráðgef­andi álits EFTA-dóms­stóls­ins til að fá úr því skorið hvort ís­lensk lög­gjöf væri í sam­ræmi við EES-samn­ing­inn og var sú krafa staðfest af Hæsta­rétti gegn mót­mæl­um ís­lenska rík­is­ins.

Í til­kynn­ingu frá SVÞ seg­ir að niðurstaða EFTA-dóm­stóls­ins sé af­ger­andi í þessu máli. Þar segi m.a. að það sam­rým­ist ekki EES-lög­gjöf að ríki, sem aðild á að EES-samn­ingn­um, setji regl­ur, þar sem þess er kraf­ist, að inn­flytj­andi hrárr­ar kjötvöru sæki um sér­stakt leyfi áður en var­an er flutt inn, og áskilji að lagt sé fram vott­orð um að kjötið hafi verið geymt frosið í til­tek­inn tíma fyr­ir tollaf­greiðslu.

Rök­semd­um um ein­angr­un hafnað

 

Þá er með öllu hafnað þeim rök­semd­um ís­lenska rík­is­ins um að taka beri til­lit til ein­angraðar land­fræðilegr­ar legu Íslands og ónæm­is­fræðilegs varn­ar­leys­is dýra­flóru lands­ins og hugs­an­legra af­leiðinga á líf og heilsu manna, við skýr­ingu EES-lög­gjaf­ar.

Í því sam­hengi verði að hafa hug­fast að Ísland full­yrti að það beri fullt traust til dýra­heil­brigðis­eft­ir­lits sem fram fer í öðrum aðild­ar­ríkj­um í sam­ræmi við sam­eig­in­leg­ar EES-regl­ur.

„SVÞ fagna þess­um áfanga í mál­inu enda er það staðföst trú sam­tak­anna að nú­ver­andi inn­flutn­ings­bann á fersku kjöti frá EES-ríkj­um gangi gegn ákvæðum EES-samn­ings­ins og samn­ings­skuld­bind­ing­um ís­lenska rík­is­ins líkt og ESA hef­ur áður kom­ist að og staðfest er í niður­stöðu EFTA-dóm­stóls­ins,“ seg­ir í til­kynn­ingu SVÞ.

„Er það krafa SVÞ að inn­flutn­ing­ur á fersku kjöti, sem unnið er í sam­ræmi við sam­evr­ópsk­ar kröf­ur og und­ir eft­ir­liti annarra EES-ríkja, verði heim­ilaður hér á landi í sam­ræmi við EES-lög­gjöf.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK