Arion kaupir 36 milljóna hlut í Símanum

Síminn.
Síminn.

Arion banki keypti í gær rúmlega 36 milljóna króna hlut í Símanum og á nú 11,53 prósent í félaginu. 

Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að veltubók Arion banka hafi samtals keypt 10.110.937 hluti í Símanum og að veltubókin sé eftir viðskiptin komin yfir fimm prósent atkvæðisréttar í félaginu. Markaðsgengi félagsins er 3,59 krónur á hlut.

Við reikning atkvæðisréttar bankans eru einnig taldir eignarhlutir á safnreikningi Arion auk atkvæðisréttar Lífeyrisauka.

Arion banki er þar með orðinn næststærsti hluthafi Símans. Lífeyrissjóður verslunarmanna er stærsti hluthafinn með 14,27 prósent hlut. 

Á eftir Arion banka er Gildi lífeyrissjóður með 9,22 prósent hlut. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka